Innlent

Lögðu hald á fíkniefni og lífandi snák

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lögreglan lagði hald á fíkniefni, lifandi snák, skjaldbökur, hníf og stuðbyssu.
Lögreglan lagði hald á fíkniefni, lifandi snák, skjaldbökur, hníf og stuðbyssu.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fimm einstaklinga í austurbæ Reykjavíkur rétt eftir klukkan tíu í gærkvöldi og var lagt hald á fíkniefni, lifandi snák, skjaldbökur, hníf og stuðbyssu. Aðilarnir voru síðan vistaðir í fangageymslu fyrir rannsókn máls.

Tilkynnt var um eld í ruslagámi í porti við hótel í miðborginni.  Á vettvangi kom í ljós að kviknað hafði í kælikerfi Hótelsins. Slökkvilið kom og slökkti eldinn og reykræsti geymsluna þar sem kælikerfið er og ganginn þar við. 

Ökumenn nokkurra bifreiða voru stöðvaðir í nótt en rétt eftir klukkan eitt í nótt var ökumaður stöðvaður í Breiðholtinu grunaður um akstur undir áhrifum.

Ökumaðurinn reyndist aðeins 17 ára og hafði aldrei öðlast ökuréttindi.  Ekki náðist í foreldri og var málið tilkynnt til Barnaverndar.

Þá var ökumaður stöðvaður í austurhluta Reykjavíkur um klukkan hálf þrjú eftir að hann hafði ekið á rangri akrein á móti umferð. Er hann grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Annar ökumaður var að sama skapi stöðvaður klukkan 4:20 á Reykjanesbraut við Stekkjarbakka grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og aka þrátt fyrir að hafa verið sviptur ökuréttindum. Skömmu síðar var ökumaður stöðvaður í Garðabæ grunaður um fíkniefnaakstur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×