Innlent

Bono eyðir áramótunum í Reykjavík

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bono eyðir áramótunum í Reykjavík.
Bono eyðir áramótunum í Reykjavík.
Írski söngvarinn Bono mun eyða áramótunum í Reykjavík en þetta kom fram í þætti Valtýs Björns og Jóa á Bylgjunni í dag.

Bono, eða Paul David Hewson, er söngvari stórsveitarinnar U2 sem hefur verið ein allra vinsælasta hljómsveit heimsins undanfarna áratugi.

Söngvarinn Damien Rice og fjölskylda hans verður með honum í för en þeir félagar koma til landsins í einkaþotu. Damien Rice hefur verið töluvert á landinu undanfarin ár og er orðinn mikill Íslandsvinur.

Bono hefur aftur á móti aldrei komið til Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×