Innlent

Lars Lagerbäck maður ársins að mati Stöðvar 2

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lars Lagerbäck.
Lars Lagerbäck. mynd / vilhelm
Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, var valinn maður ársins á Stöð 2 en valið var tilkynnt í Kryddsíldinni á Stöð 2.

Lagerbäck stýrði íslenska liðinu alla leið í umspil gegn Króatíu um sæti á HM í Brasilíu og hefur íslenskt landslið í knattspyrnu aldrei komist eins nálægt því að komast á HM. 

Formenn stjórnmálaflokkanna á Íslandi voru mjög svo sáttir við val Stöðvar 2 í Kryddsíldinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×