Lífið

Sigurvegarinn með fjórar fastar fléttur upp í snúinn kleinuhring

Marín Manda skrifar
Greiðslan sem sigraði í hárgreiðsluleik Lokka og Lífsins.
Greiðslan sem sigraði í hárgreiðsluleik Lokka og Lífsins. Mynd/Anna Arnardóttir
Í kringum 150 greiðslur voru sendar inn í hárgreiðsluleik Lokka og Lífsins í liðinni viku. Strax eftir að tilkynnt var um leikinn var ljóst að áhuginn er geysilegur hvað varðar hárgreiðslur í dömur á öllum aldri.

Keppninni lauk í dag og stóð valið á milli margra. Dómnefndin valdi eina fallega greiðslu sem einnig þótti með skemmtilega jólalega mynd.



1. sæti

Anna Arnardóttir sigraði í hárgreiðsluleik Lokka og Lífsins með greiðslunni á myndinni hér fyrir ofan. Hún nefnist Fléttað upp í snúinn donut, eða fjórar fastar fléttur upp í snúinn kleinuhring.

Myndir/Ingibjörg
2. sæti

Ingibjörg hreppti annað sætið með þessari glæsilegri greiðslu og flottu myndum. 

Mynd/Ása Gróa
3. sæti

Ása Gróa hlýtur þriðja sætið með þessari fínu greiðslu. 



Vinningshafar geta haft samband á netfangið marinmanda@frettabladid.is til að nálgast verðlaunin. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.