Lífið

Taktu þátt í hárgreiðsluleik Lokka og Lífsins

Marín Manda skrifar
Theódóra Mjöll Skúladóttir Jack, höfundur hárbókarinnar Lokkar.
Theódóra Mjöll Skúladóttir Jack, höfundur hárbókarinnar Lokkar. Mynd/Einkasafn
"Nú er tíminn þar sem fólk er í hátíðarskapi og er að gera sig fínt fyrir jólin svo mér fannst tilvalið að búa til leik þar sem fjölskyldur gætu tekið þátt, sameinað skemmtilega samverustund og unnið til frábærra verðlauna í leiðinni,“ segir Theódóra Mjöll Skúladóttir Jack, höfundur nýju bókarinnar Lokkar.

Theódóra Mjöll skrifaði bókina Hárið í fyrra en hún er hárgreiðslusveinn. „Ég held að fólki finnist einstaklega gaman að taka þátt í leikjum og mér þætti mjög gaman ef einhver nýtti sér greiðslurnar í bókinni minni.“ Theódóra Mjöll segir leikinn vera einfaldan þar sem allir geta tekið þátt. Dæmt verður út frá útfærslunni á greiðslunni og sjálfri myndatökunni. „Hugmyndin þarf ekki að vera fullkomin en miklu máli skiptir að greiðslan sjáist vel, hvort sem um er að ræða uppsett hár, fléttur eða annað. Ég vona að sem flestir taki þátt því að það eru svo frábærir vinningar í boði.“

Leikurinn



Gerðu fallega hárgreiðslu í þig eða litlu stelpuna, vinkonu eða fjölskyldumeðlim og taktu þátt í leiknum. Sendu myndina á Facebook-síðuna Lífið á Vísi eða í gegnum Instagram með því að merkja myndirnar með #lokkaroglifið eða sendu með tölvupósti á netfangið marinmanda@frettabladid.is.

Myndirnar birtast á Vísi og úrslitin verða tilkynnt 20. desember. 

Flottustu greiðslurnar að mati dómnefndar hljóta glæsilega vinninga en dæmt verður út frá gæðum hárgreiðslunnar og myndatökunni. Vinningslíkurnar aukast sé bakgrunnurinn stílhreinn og skemmtilegur.









Vinningar í boði



1.sæti

HH simonsen GO mini krulljárn (HH Simonsen)

Label.m Honey & Oat 60 ml sjampó og næring.

Label.m Hairspray 50 ml

Label.m Sea Salt Spray 50 ml

HH simonsen Wet Brush

HH simonsen Styling Brush

Wella SP Luxe Oil Keratin Protect sjampó

Wella SP Luxe mask hárnæring

Wella SP Luxe Oil hárolía

Babyliss mini sléttujárn

Babyliss ferðablásari

Bybyliss gjafakarfa stútfull af teygjum, spennum og aukahlutum fyrir hárið.



2. sæti


Label.m Honey & Oat 60 ml sjampó og næring.

Label.m Hairspray 50 ml

Label.m Sea Salt Spray 50 ml

HH simonsen Wet Brush

Bybyliss gjafakarfa með teygjum, spennum og aukahlutum fyrir hárið.



3.sæti


HH simonsen Wet Brush

Bybyliss gjafakarfa með teygjum, spennum og aukahlutum fyrir hárið.



Taktu þátt í leiknum í dag!

 

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.