Þriðji Víetnaminn lýkur BA í íslensku Ugla Egilsdóttir skrifar 24. desember 2013 12:30 Lieu Thúy Thi Ngo kom til Íslands frá Víetnam þegar hún var 25 ára til að læra íslensku. Nú er hún 29 ára, og í febrúar lýkur hún BA gráðu í íslensku fyrir erlenda stúdenta. Hún verður þriðji nemandinn frá Víetnam sem útskrifast úr þessu námi. BA verkefnið hennar er að þýða barnabókina Allt getur gerst eftir Auði Jónsdóttur. Lieu stefnir að því að fá bókina útgefna fyrir víetnömskumælandi börn á Íslandi. „Það var ekki einfalt að þýða bókina, get ég sagt, þó að þetta sé barnabók. Stundum var eitthvert orð ekki til í víetnömsku, svo ég þurfti að nota annað orð, finna jafngildi þess, eða útskýra orðið. Til dæmis er skyr ekki til á víetnömsku. Við eigum jógúrt en ekki skyr, svo ég þurfti að nota orðið jógúrt og útskýra smá fyrir neðan.“ Í viðtali við Vísi segir Lieu frá áskorunum í tungumálanáminu. Í íslenskunáminu þurfti hún til dæmis að læra að bera fram marga samhljóða sem koma hver á eftir öðrum, en í víetnömsku eru það frekar sérhljóðar sem standa margir saman í röð. Framburður orða eins og strætó vafðist fyrir henni til að byrja með. Framburður nafnsins hennar gengur heldur ekki vandræðalaust fyrir Íslendinga, því í því eru margir sérhljóðar í röð. Þegar hún vann á veitingastaðnum Horninu kallaði hún pítsu „pissa,“ og þá var mikið hlegið. „Íslendingar eiga það til að tala mjög hratt, sem er erfitt fyrir útlendinga,“ segir hún. Hún segir að beygingakerfið hafi líka verið svolítið flókið. „Föll eru ekki til í víetnömsku.“ Í víetnömsku eru hinsvegar tónar. „Ég held að ykkar mál sé líka með tóna. Ég held það. Hjá okkur eru sex mismunandi tónar sem þarf að læra. En hjá ykkur er til dæmis mikil áhersla á fyrsta atkvæðið, og tónninn fer aðeins upp í lok spurningar.“ Lieu giftist Íslendingi í fyrrasumar. Brúðkaupið var að heiðnum sið. „Maðurinn minn er heiðinn og ég er kannski líka heiðin. Ég er ekki kristin og ekki búddisti.“ Fjölskylda hennar í Víetnam iðkar búddatrú, en hún trúði ekki sjálf. Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
Lieu Thúy Thi Ngo kom til Íslands frá Víetnam þegar hún var 25 ára til að læra íslensku. Nú er hún 29 ára, og í febrúar lýkur hún BA gráðu í íslensku fyrir erlenda stúdenta. Hún verður þriðji nemandinn frá Víetnam sem útskrifast úr þessu námi. BA verkefnið hennar er að þýða barnabókina Allt getur gerst eftir Auði Jónsdóttur. Lieu stefnir að því að fá bókina útgefna fyrir víetnömskumælandi börn á Íslandi. „Það var ekki einfalt að þýða bókina, get ég sagt, þó að þetta sé barnabók. Stundum var eitthvert orð ekki til í víetnömsku, svo ég þurfti að nota annað orð, finna jafngildi þess, eða útskýra orðið. Til dæmis er skyr ekki til á víetnömsku. Við eigum jógúrt en ekki skyr, svo ég þurfti að nota orðið jógúrt og útskýra smá fyrir neðan.“ Í viðtali við Vísi segir Lieu frá áskorunum í tungumálanáminu. Í íslenskunáminu þurfti hún til dæmis að læra að bera fram marga samhljóða sem koma hver á eftir öðrum, en í víetnömsku eru það frekar sérhljóðar sem standa margir saman í röð. Framburður orða eins og strætó vafðist fyrir henni til að byrja með. Framburður nafnsins hennar gengur heldur ekki vandræðalaust fyrir Íslendinga, því í því eru margir sérhljóðar í röð. Þegar hún vann á veitingastaðnum Horninu kallaði hún pítsu „pissa,“ og þá var mikið hlegið. „Íslendingar eiga það til að tala mjög hratt, sem er erfitt fyrir útlendinga,“ segir hún. Hún segir að beygingakerfið hafi líka verið svolítið flókið. „Föll eru ekki til í víetnömsku.“ Í víetnömsku eru hinsvegar tónar. „Ég held að ykkar mál sé líka með tóna. Ég held það. Hjá okkur eru sex mismunandi tónar sem þarf að læra. En hjá ykkur er til dæmis mikil áhersla á fyrsta atkvæðið, og tónninn fer aðeins upp í lok spurningar.“ Lieu giftist Íslendingi í fyrrasumar. Brúðkaupið var að heiðnum sið. „Maðurinn minn er heiðinn og ég er kannski líka heiðin. Ég er ekki kristin og ekki búddisti.“ Fjölskylda hennar í Víetnam iðkar búddatrú, en hún trúði ekki sjálf.
Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira