Þriðji Víetnaminn lýkur BA í íslensku Ugla Egilsdóttir skrifar 24. desember 2013 12:30 Lieu Thúy Thi Ngo kom til Íslands frá Víetnam þegar hún var 25 ára til að læra íslensku. Nú er hún 29 ára, og í febrúar lýkur hún BA gráðu í íslensku fyrir erlenda stúdenta. Hún verður þriðji nemandinn frá Víetnam sem útskrifast úr þessu námi. BA verkefnið hennar er að þýða barnabókina Allt getur gerst eftir Auði Jónsdóttur. Lieu stefnir að því að fá bókina útgefna fyrir víetnömskumælandi börn á Íslandi. „Það var ekki einfalt að þýða bókina, get ég sagt, þó að þetta sé barnabók. Stundum var eitthvert orð ekki til í víetnömsku, svo ég þurfti að nota annað orð, finna jafngildi þess, eða útskýra orðið. Til dæmis er skyr ekki til á víetnömsku. Við eigum jógúrt en ekki skyr, svo ég þurfti að nota orðið jógúrt og útskýra smá fyrir neðan.“ Í viðtali við Vísi segir Lieu frá áskorunum í tungumálanáminu. Í íslenskunáminu þurfti hún til dæmis að læra að bera fram marga samhljóða sem koma hver á eftir öðrum, en í víetnömsku eru það frekar sérhljóðar sem standa margir saman í röð. Framburður orða eins og strætó vafðist fyrir henni til að byrja með. Framburður nafnsins hennar gengur heldur ekki vandræðalaust fyrir Íslendinga, því í því eru margir sérhljóðar í röð. Þegar hún vann á veitingastaðnum Horninu kallaði hún pítsu „pissa,“ og þá var mikið hlegið. „Íslendingar eiga það til að tala mjög hratt, sem er erfitt fyrir útlendinga,“ segir hún. Hún segir að beygingakerfið hafi líka verið svolítið flókið. „Föll eru ekki til í víetnömsku.“ Í víetnömsku eru hinsvegar tónar. „Ég held að ykkar mál sé líka með tóna. Ég held það. Hjá okkur eru sex mismunandi tónar sem þarf að læra. En hjá ykkur er til dæmis mikil áhersla á fyrsta atkvæðið, og tónninn fer aðeins upp í lok spurningar.“ Lieu giftist Íslendingi í fyrrasumar. Brúðkaupið var að heiðnum sið. „Maðurinn minn er heiðinn og ég er kannski líka heiðin. Ég er ekki kristin og ekki búddisti.“ Fjölskylda hennar í Víetnam iðkar búddatrú, en hún trúði ekki sjálf. Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira
Lieu Thúy Thi Ngo kom til Íslands frá Víetnam þegar hún var 25 ára til að læra íslensku. Nú er hún 29 ára, og í febrúar lýkur hún BA gráðu í íslensku fyrir erlenda stúdenta. Hún verður þriðji nemandinn frá Víetnam sem útskrifast úr þessu námi. BA verkefnið hennar er að þýða barnabókina Allt getur gerst eftir Auði Jónsdóttur. Lieu stefnir að því að fá bókina útgefna fyrir víetnömskumælandi börn á Íslandi. „Það var ekki einfalt að þýða bókina, get ég sagt, þó að þetta sé barnabók. Stundum var eitthvert orð ekki til í víetnömsku, svo ég þurfti að nota annað orð, finna jafngildi þess, eða útskýra orðið. Til dæmis er skyr ekki til á víetnömsku. Við eigum jógúrt en ekki skyr, svo ég þurfti að nota orðið jógúrt og útskýra smá fyrir neðan.“ Í viðtali við Vísi segir Lieu frá áskorunum í tungumálanáminu. Í íslenskunáminu þurfti hún til dæmis að læra að bera fram marga samhljóða sem koma hver á eftir öðrum, en í víetnömsku eru það frekar sérhljóðar sem standa margir saman í röð. Framburður orða eins og strætó vafðist fyrir henni til að byrja með. Framburður nafnsins hennar gengur heldur ekki vandræðalaust fyrir Íslendinga, því í því eru margir sérhljóðar í röð. Þegar hún vann á veitingastaðnum Horninu kallaði hún pítsu „pissa,“ og þá var mikið hlegið. „Íslendingar eiga það til að tala mjög hratt, sem er erfitt fyrir útlendinga,“ segir hún. Hún segir að beygingakerfið hafi líka verið svolítið flókið. „Föll eru ekki til í víetnömsku.“ Í víetnömsku eru hinsvegar tónar. „Ég held að ykkar mál sé líka með tóna. Ég held það. Hjá okkur eru sex mismunandi tónar sem þarf að læra. En hjá ykkur er til dæmis mikil áhersla á fyrsta atkvæðið, og tónninn fer aðeins upp í lok spurningar.“ Lieu giftist Íslendingi í fyrrasumar. Brúðkaupið var að heiðnum sið. „Maðurinn minn er heiðinn og ég er kannski líka heiðin. Ég er ekki kristin og ekki búddisti.“ Fjölskylda hennar í Víetnam iðkar búddatrú, en hún trúði ekki sjálf.
Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira