Þriðji Víetnaminn lýkur BA í íslensku Ugla Egilsdóttir skrifar 24. desember 2013 12:30 Lieu Thúy Thi Ngo kom til Íslands frá Víetnam þegar hún var 25 ára til að læra íslensku. Nú er hún 29 ára, og í febrúar lýkur hún BA gráðu í íslensku fyrir erlenda stúdenta. Hún verður þriðji nemandinn frá Víetnam sem útskrifast úr þessu námi. BA verkefnið hennar er að þýða barnabókina Allt getur gerst eftir Auði Jónsdóttur. Lieu stefnir að því að fá bókina útgefna fyrir víetnömskumælandi börn á Íslandi. „Það var ekki einfalt að þýða bókina, get ég sagt, þó að þetta sé barnabók. Stundum var eitthvert orð ekki til í víetnömsku, svo ég þurfti að nota annað orð, finna jafngildi þess, eða útskýra orðið. Til dæmis er skyr ekki til á víetnömsku. Við eigum jógúrt en ekki skyr, svo ég þurfti að nota orðið jógúrt og útskýra smá fyrir neðan.“ Í viðtali við Vísi segir Lieu frá áskorunum í tungumálanáminu. Í íslenskunáminu þurfti hún til dæmis að læra að bera fram marga samhljóða sem koma hver á eftir öðrum, en í víetnömsku eru það frekar sérhljóðar sem standa margir saman í röð. Framburður orða eins og strætó vafðist fyrir henni til að byrja með. Framburður nafnsins hennar gengur heldur ekki vandræðalaust fyrir Íslendinga, því í því eru margir sérhljóðar í röð. Þegar hún vann á veitingastaðnum Horninu kallaði hún pítsu „pissa,“ og þá var mikið hlegið. „Íslendingar eiga það til að tala mjög hratt, sem er erfitt fyrir útlendinga,“ segir hún. Hún segir að beygingakerfið hafi líka verið svolítið flókið. „Föll eru ekki til í víetnömsku.“ Í víetnömsku eru hinsvegar tónar. „Ég held að ykkar mál sé líka með tóna. Ég held það. Hjá okkur eru sex mismunandi tónar sem þarf að læra. En hjá ykkur er til dæmis mikil áhersla á fyrsta atkvæðið, og tónninn fer aðeins upp í lok spurningar.“ Lieu giftist Íslendingi í fyrrasumar. Brúðkaupið var að heiðnum sið. „Maðurinn minn er heiðinn og ég er kannski líka heiðin. Ég er ekki kristin og ekki búddisti.“ Fjölskylda hennar í Víetnam iðkar búddatrú, en hún trúði ekki sjálf. Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
Lieu Thúy Thi Ngo kom til Íslands frá Víetnam þegar hún var 25 ára til að læra íslensku. Nú er hún 29 ára, og í febrúar lýkur hún BA gráðu í íslensku fyrir erlenda stúdenta. Hún verður þriðji nemandinn frá Víetnam sem útskrifast úr þessu námi. BA verkefnið hennar er að þýða barnabókina Allt getur gerst eftir Auði Jónsdóttur. Lieu stefnir að því að fá bókina útgefna fyrir víetnömskumælandi börn á Íslandi. „Það var ekki einfalt að þýða bókina, get ég sagt, þó að þetta sé barnabók. Stundum var eitthvert orð ekki til í víetnömsku, svo ég þurfti að nota annað orð, finna jafngildi þess, eða útskýra orðið. Til dæmis er skyr ekki til á víetnömsku. Við eigum jógúrt en ekki skyr, svo ég þurfti að nota orðið jógúrt og útskýra smá fyrir neðan.“ Í viðtali við Vísi segir Lieu frá áskorunum í tungumálanáminu. Í íslenskunáminu þurfti hún til dæmis að læra að bera fram marga samhljóða sem koma hver á eftir öðrum, en í víetnömsku eru það frekar sérhljóðar sem standa margir saman í röð. Framburður orða eins og strætó vafðist fyrir henni til að byrja með. Framburður nafnsins hennar gengur heldur ekki vandræðalaust fyrir Íslendinga, því í því eru margir sérhljóðar í röð. Þegar hún vann á veitingastaðnum Horninu kallaði hún pítsu „pissa,“ og þá var mikið hlegið. „Íslendingar eiga það til að tala mjög hratt, sem er erfitt fyrir útlendinga,“ segir hún. Hún segir að beygingakerfið hafi líka verið svolítið flókið. „Föll eru ekki til í víetnömsku.“ Í víetnömsku eru hinsvegar tónar. „Ég held að ykkar mál sé líka með tóna. Ég held það. Hjá okkur eru sex mismunandi tónar sem þarf að læra. En hjá ykkur er til dæmis mikil áhersla á fyrsta atkvæðið, og tónninn fer aðeins upp í lok spurningar.“ Lieu giftist Íslendingi í fyrrasumar. Brúðkaupið var að heiðnum sið. „Maðurinn minn er heiðinn og ég er kannski líka heiðin. Ég er ekki kristin og ekki búddisti.“ Fjölskylda hennar í Víetnam iðkar búddatrú, en hún trúði ekki sjálf.
Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira