Innlent

Fann hund í óskilum

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Hundurinn er af tegundinni Border Collie.
Hundurinn er af tegundinni Border Collie.
„Hann er rosalega þægur og góður en við viljum endilega að hann komist heim til sín“ segir Jóna Jóhannsdóttir sem gekk fram á lausan hund í Setbergslandinu í Hafnarfirði um klukkan þrjú í dag. Hundurinn, sem er af tegundinni Border Collie, er með svarta, ómerkta ól og segir Jóna hann vera kominn vel til ára sinna. 

Þeir sem telja sig þekkja til hundsins geta haft samband við Jónu í síma 4450176.

UppfærtBúið er að hafa upp á eiganda hundsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×