Innlent

30 ára afmæli sjúkrahússins Vogs

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
SÁÁ fagnaði þrjátíu ára afmæli sjúkrahússins Vogs í dag og fóru hátíðarhöld fram í Von, húsi samtakanna í Efstaleiti. Ólafur Ragnar Grímsson forseti fylgdist með skemmtiatriðum en Páll Óskar og Monika stigu á stokk og Spessi opnaði ljósmyndasýningu með svipmyndum úr sögu Vogs.

Allt frá upphafi hefur Vogur verið þungamiðjan í starfi SÁÁ og byrja flestir sjúklinganna vímuefnameðferð þar. Í dag er sjúkrahúsið langumfangsmesta meðferðarstofnun landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×