Innlent

Volkswagen hættir að framleiða rúgbrauðið

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Ein þekktasta bifreið allra tíma, Volkswagen Camper eða „rúgbrauðið“ eins og hann er jafnan kallaður á íslensku, er komin á leiðarenda. Síðasta framleiðslulína bílsins verður klár í Brasilíu á gamlársdag.

Volkswagen Camper hefur verið framleiddur jöfnum höndum í 64 ár en bifreiðin þykir ekki geta aðlagast öryggiskröfum nútímans hvað varðar bremsur og loftpúða og því var ákveðið að framleiðslu yrði endanlega hætt.

Alls verða 600 bílar klárir á gamlársdag og kostar stykkið 25.000 pund, eða rétt rúmar 4,7 milljónir íslenskra króna. 

Nánar á vef Sky News.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×