Ofurfyrirsætan Heidi Klum, sem varð fertug á árinu, segist ekki nota fegrunaraðgerðir til að viðhalda æskuljómanum.
"Ég er of hrædd við að nota Botox og annað. Ég er hrædd um að ég myndi breytast of mikið," segir Heidi í samtali við Access Hollywood Live.
"Mér myndi finnast erfitt að horfa í spegilinn og sjá einhvern sem ég þekkti ekki. Ég yrði hrædd."

