Gagnrýnir forsendur dómsins gegn lögreglumanninum Jón Júlíus Karlsson skrifar 6. desember 2013 20:11 Lögreglumaður var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás í opinberu starfi eftir að hafa farið offari í handtöku á konu á Laugavegi í sumar. Lögreglumaðurinn hyggst áfrýja dómnum. Lögreglumaðurinn var dæmdur til að greiða 300 þúsund krónur í sekt fyrir brotið. Á myndbandi sem náðist af atvikinu sést þegar konan kom upp að hlið bílsins og hrækti hún á lögreglumanninn sem ók lögreglubifreiðinni. Hann fór í kjölfarið út úr bílnum, greip í konuna sem skall á bekk og þaðan í jörðina. Hún var handjárnuð og færð í lögreglubílinn. Lögreglumaðurinn bar því við í dómi að aðferðin sem hann beitti hafi verið sú vægasta sem völ var á. Konan var dæmd í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í október fyrir brot gegn valdstjórninni. Lögreglumanninum var vikið frá störfum meðan á rannsókn málsins stendur yfir. Verjandi mannsins telur þó að ferli hans hjá lögreglunni sé ekki lokið. „Það er fjöldinn allur af dæmum, bæði nýjum og gömlum, þar sem að lögreglumenn hafa fengið áþekka dóma og þeir eru starfandi í dag,“ segir Grímur Hergeirsson, lögmaður. Hann er ósáttur við dóminn og segir dómara gefa sér undarlegar forsendur. „Dómarinn virðist leggja aðaláherslu á það að konan hafi verið svo ölvuð að það hafi ekki mátt handtaka hana með þessum hætti.“Eðlilegt að dómstólar dæmi í vafamálum „Það er eðlilegt að dómstólar leggi mat á það hvort að lögreglumenn fari út fyrir valdsvið sitt,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari. „Lögreglumenn hafa ákveðna heimild til valdbeitingar og það er viðurkennt að þeir hafi svigrúm þegar þeir eru að vinna sína vinnu. Það er líka eðlilegt að það séu dómstólar sem leggi mat á háttsemina eða hegðun lögreglumanna.“ Snorri Magnússon, formaður landssambands lögreglumanna, vildi ekki tjá sig við í dag þegar eftir því var leitað og ætlar að gefa sér tíma til að fara yfir dóminn. Samkvæmt heimildum fréttastofu þá ríkir mikil óánægja meðal lögreglumanna vegna dómsins í dag. Tengdar fréttir Dæmdur fyrir harkalegu handtökuna Lögreglumaður var rétt í þessu dæmdur fyrir líkamsárás í opinberu starfi og fyrir að fara offari við handtöku á Laugavegi í sumar. 6. desember 2013 12:41 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Sjá meira
Lögreglumaður var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás í opinberu starfi eftir að hafa farið offari í handtöku á konu á Laugavegi í sumar. Lögreglumaðurinn hyggst áfrýja dómnum. Lögreglumaðurinn var dæmdur til að greiða 300 þúsund krónur í sekt fyrir brotið. Á myndbandi sem náðist af atvikinu sést þegar konan kom upp að hlið bílsins og hrækti hún á lögreglumanninn sem ók lögreglubifreiðinni. Hann fór í kjölfarið út úr bílnum, greip í konuna sem skall á bekk og þaðan í jörðina. Hún var handjárnuð og færð í lögreglubílinn. Lögreglumaðurinn bar því við í dómi að aðferðin sem hann beitti hafi verið sú vægasta sem völ var á. Konan var dæmd í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í október fyrir brot gegn valdstjórninni. Lögreglumanninum var vikið frá störfum meðan á rannsókn málsins stendur yfir. Verjandi mannsins telur þó að ferli hans hjá lögreglunni sé ekki lokið. „Það er fjöldinn allur af dæmum, bæði nýjum og gömlum, þar sem að lögreglumenn hafa fengið áþekka dóma og þeir eru starfandi í dag,“ segir Grímur Hergeirsson, lögmaður. Hann er ósáttur við dóminn og segir dómara gefa sér undarlegar forsendur. „Dómarinn virðist leggja aðaláherslu á það að konan hafi verið svo ölvuð að það hafi ekki mátt handtaka hana með þessum hætti.“Eðlilegt að dómstólar dæmi í vafamálum „Það er eðlilegt að dómstólar leggi mat á það hvort að lögreglumenn fari út fyrir valdsvið sitt,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari. „Lögreglumenn hafa ákveðna heimild til valdbeitingar og það er viðurkennt að þeir hafi svigrúm þegar þeir eru að vinna sína vinnu. Það er líka eðlilegt að það séu dómstólar sem leggi mat á háttsemina eða hegðun lögreglumanna.“ Snorri Magnússon, formaður landssambands lögreglumanna, vildi ekki tjá sig við í dag þegar eftir því var leitað og ætlar að gefa sér tíma til að fara yfir dóminn. Samkvæmt heimildum fréttastofu þá ríkir mikil óánægja meðal lögreglumanna vegna dómsins í dag.
Tengdar fréttir Dæmdur fyrir harkalegu handtökuna Lögreglumaður var rétt í þessu dæmdur fyrir líkamsárás í opinberu starfi og fyrir að fara offari við handtöku á Laugavegi í sumar. 6. desember 2013 12:41 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Sjá meira
Dæmdur fyrir harkalegu handtökuna Lögreglumaður var rétt í þessu dæmdur fyrir líkamsárás í opinberu starfi og fyrir að fara offari við handtöku á Laugavegi í sumar. 6. desember 2013 12:41