Gagnrýnir forsendur dómsins gegn lögreglumanninum Jón Júlíus Karlsson skrifar 6. desember 2013 20:11 Lögreglumaður var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás í opinberu starfi eftir að hafa farið offari í handtöku á konu á Laugavegi í sumar. Lögreglumaðurinn hyggst áfrýja dómnum. Lögreglumaðurinn var dæmdur til að greiða 300 þúsund krónur í sekt fyrir brotið. Á myndbandi sem náðist af atvikinu sést þegar konan kom upp að hlið bílsins og hrækti hún á lögreglumanninn sem ók lögreglubifreiðinni. Hann fór í kjölfarið út úr bílnum, greip í konuna sem skall á bekk og þaðan í jörðina. Hún var handjárnuð og færð í lögreglubílinn. Lögreglumaðurinn bar því við í dómi að aðferðin sem hann beitti hafi verið sú vægasta sem völ var á. Konan var dæmd í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í október fyrir brot gegn valdstjórninni. Lögreglumanninum var vikið frá störfum meðan á rannsókn málsins stendur yfir. Verjandi mannsins telur þó að ferli hans hjá lögreglunni sé ekki lokið. „Það er fjöldinn allur af dæmum, bæði nýjum og gömlum, þar sem að lögreglumenn hafa fengið áþekka dóma og þeir eru starfandi í dag,“ segir Grímur Hergeirsson, lögmaður. Hann er ósáttur við dóminn og segir dómara gefa sér undarlegar forsendur. „Dómarinn virðist leggja aðaláherslu á það að konan hafi verið svo ölvuð að það hafi ekki mátt handtaka hana með þessum hætti.“Eðlilegt að dómstólar dæmi í vafamálum „Það er eðlilegt að dómstólar leggi mat á það hvort að lögreglumenn fari út fyrir valdsvið sitt,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari. „Lögreglumenn hafa ákveðna heimild til valdbeitingar og það er viðurkennt að þeir hafi svigrúm þegar þeir eru að vinna sína vinnu. Það er líka eðlilegt að það séu dómstólar sem leggi mat á háttsemina eða hegðun lögreglumanna.“ Snorri Magnússon, formaður landssambands lögreglumanna, vildi ekki tjá sig við í dag þegar eftir því var leitað og ætlar að gefa sér tíma til að fara yfir dóminn. Samkvæmt heimildum fréttastofu þá ríkir mikil óánægja meðal lögreglumanna vegna dómsins í dag. Tengdar fréttir Dæmdur fyrir harkalegu handtökuna Lögreglumaður var rétt í þessu dæmdur fyrir líkamsárás í opinberu starfi og fyrir að fara offari við handtöku á Laugavegi í sumar. 6. desember 2013 12:41 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Lögreglumaður var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás í opinberu starfi eftir að hafa farið offari í handtöku á konu á Laugavegi í sumar. Lögreglumaðurinn hyggst áfrýja dómnum. Lögreglumaðurinn var dæmdur til að greiða 300 þúsund krónur í sekt fyrir brotið. Á myndbandi sem náðist af atvikinu sést þegar konan kom upp að hlið bílsins og hrækti hún á lögreglumanninn sem ók lögreglubifreiðinni. Hann fór í kjölfarið út úr bílnum, greip í konuna sem skall á bekk og þaðan í jörðina. Hún var handjárnuð og færð í lögreglubílinn. Lögreglumaðurinn bar því við í dómi að aðferðin sem hann beitti hafi verið sú vægasta sem völ var á. Konan var dæmd í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í október fyrir brot gegn valdstjórninni. Lögreglumanninum var vikið frá störfum meðan á rannsókn málsins stendur yfir. Verjandi mannsins telur þó að ferli hans hjá lögreglunni sé ekki lokið. „Það er fjöldinn allur af dæmum, bæði nýjum og gömlum, þar sem að lögreglumenn hafa fengið áþekka dóma og þeir eru starfandi í dag,“ segir Grímur Hergeirsson, lögmaður. Hann er ósáttur við dóminn og segir dómara gefa sér undarlegar forsendur. „Dómarinn virðist leggja aðaláherslu á það að konan hafi verið svo ölvuð að það hafi ekki mátt handtaka hana með þessum hætti.“Eðlilegt að dómstólar dæmi í vafamálum „Það er eðlilegt að dómstólar leggi mat á það hvort að lögreglumenn fari út fyrir valdsvið sitt,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari. „Lögreglumenn hafa ákveðna heimild til valdbeitingar og það er viðurkennt að þeir hafi svigrúm þegar þeir eru að vinna sína vinnu. Það er líka eðlilegt að það séu dómstólar sem leggi mat á háttsemina eða hegðun lögreglumanna.“ Snorri Magnússon, formaður landssambands lögreglumanna, vildi ekki tjá sig við í dag þegar eftir því var leitað og ætlar að gefa sér tíma til að fara yfir dóminn. Samkvæmt heimildum fréttastofu þá ríkir mikil óánægja meðal lögreglumanna vegna dómsins í dag.
Tengdar fréttir Dæmdur fyrir harkalegu handtökuna Lögreglumaður var rétt í þessu dæmdur fyrir líkamsárás í opinberu starfi og fyrir að fara offari við handtöku á Laugavegi í sumar. 6. desember 2013 12:41 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Dæmdur fyrir harkalegu handtökuna Lögreglumaður var rétt í þessu dæmdur fyrir líkamsárás í opinberu starfi og fyrir að fara offari við handtöku á Laugavegi í sumar. 6. desember 2013 12:41