Hjálpuðu heimilislausa Litháanum - Gáfu honum bensín og smákökur Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 11. desember 2013 21:54 "Ég var sjálfur í svipaðri stöðu fyrir mörgum árum, bjó í herbergisholum hingað og þangað og hafði ekki í nein hús að vernda þannig. Það voru ekki margir sem ég gat treyst á, þannig að ég þekki svona aðstöðu ágætlega.“ „Markmiðið okkar er að reyna að koma honum inn fyrir jól. Við fórum upp að Esju þar sem við gáfum honum meðal annars 25 lítra af bensíni,“ segir Róbert Guðmundsson, málari og stofnandi Facebook-síðunnar Hjálparsamtök Íslendinga. Eftir að hafa horft á fréttir Stöðvar 2 í kvöld þar sem fjallað var um litháískan karlmann, Ricardas Zazeckis, sem býr í bíl sínum við Esjurætur ákvað Róbert að fara ásamt félaga sínum til þess hitta manninn og færa honum góðgæti og bensín. Hann segir að maðurinn hafi verið nokkuð tregur til að byrja með en hafi svo þegið aðstoð. „Við gáfum honum smákökur, kanilsnúða, mjólk, appelsín og sígarettur. Svo létum við hann fá 2000 krónur í peningum og bensín,“ segir Róbert. Þegar þeir voru uppfrá kom að annar maður sem vildi færa Ricardas bensín. Bíllinn fór þó ekki í gang og telur Róbert að geymirinn sé bilaður. Hann ætlar því að fara uppeftir í fyrramálið með nýjan geymi og með í för verður Frank Höybye, bifvélavirki. Sá hefur lofað Ricardas að leggja bílnum sínum fyrir framan verkstæðið sitt í Hafnarfirði. Bifvélavirkinn ætlar að tengja rafmagn í bílinn og lána honum rafmagnsofn en það myndi verða til bráðabirgða þar til maðurinn fær varanlegt úrræði. „Ég er ör með svona hluti,“ segir Róbert. „Ég er að gefa hluti um allt land og meðal annars fékk ég bakarann Jóa Fel til þess að hjálpa mér með deig í smákökur sem ég gef.“Hvað er það sem drífur þig áfram við að hjálpa öðrum?„Ég var sjálfur í svipaðri stöðu fyrir mörgum árum, bjó í herbergisholum hingað og þangað og hafði ekki í nein hús að vernda þannig. Það voru ekki margir sem ég gat treyst á, þannig að ég þekki svona aðstöðu ágætlega.“ „En það er ekki lengur þannig, nú rek ég mína eigin málningarþjónustu og ég vil endilega láta gott af mér leiða,“ segir Róbert. Stöð 2 fjallaði um mál litháíska mannsins í kvöld. Hann flutti til Íslands frá Litháen fyrir þrettán árum. Hann er með dvalarleyfi hér á landi. Hann baðst undan viðtali en sagði okkur þó að hann hefði misst vinnuna í vor og í kjölfarið húsnæði sitt. Hann ákvað því að setjast að í bílnum. Ricardas segist eiga fjölskyldu og börn í Litháen sem hann sendi peninga, en hefur ekkert getað hjálpað þeim síðan hann varð atvinnulaus. Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Innlent Fleiri fréttir Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Sjá meira
„Markmiðið okkar er að reyna að koma honum inn fyrir jól. Við fórum upp að Esju þar sem við gáfum honum meðal annars 25 lítra af bensíni,“ segir Róbert Guðmundsson, málari og stofnandi Facebook-síðunnar Hjálparsamtök Íslendinga. Eftir að hafa horft á fréttir Stöðvar 2 í kvöld þar sem fjallað var um litháískan karlmann, Ricardas Zazeckis, sem býr í bíl sínum við Esjurætur ákvað Róbert að fara ásamt félaga sínum til þess hitta manninn og færa honum góðgæti og bensín. Hann segir að maðurinn hafi verið nokkuð tregur til að byrja með en hafi svo þegið aðstoð. „Við gáfum honum smákökur, kanilsnúða, mjólk, appelsín og sígarettur. Svo létum við hann fá 2000 krónur í peningum og bensín,“ segir Róbert. Þegar þeir voru uppfrá kom að annar maður sem vildi færa Ricardas bensín. Bíllinn fór þó ekki í gang og telur Róbert að geymirinn sé bilaður. Hann ætlar því að fara uppeftir í fyrramálið með nýjan geymi og með í för verður Frank Höybye, bifvélavirki. Sá hefur lofað Ricardas að leggja bílnum sínum fyrir framan verkstæðið sitt í Hafnarfirði. Bifvélavirkinn ætlar að tengja rafmagn í bílinn og lána honum rafmagnsofn en það myndi verða til bráðabirgða þar til maðurinn fær varanlegt úrræði. „Ég er ör með svona hluti,“ segir Róbert. „Ég er að gefa hluti um allt land og meðal annars fékk ég bakarann Jóa Fel til þess að hjálpa mér með deig í smákökur sem ég gef.“Hvað er það sem drífur þig áfram við að hjálpa öðrum?„Ég var sjálfur í svipaðri stöðu fyrir mörgum árum, bjó í herbergisholum hingað og þangað og hafði ekki í nein hús að vernda þannig. Það voru ekki margir sem ég gat treyst á, þannig að ég þekki svona aðstöðu ágætlega.“ „En það er ekki lengur þannig, nú rek ég mína eigin málningarþjónustu og ég vil endilega láta gott af mér leiða,“ segir Róbert. Stöð 2 fjallaði um mál litháíska mannsins í kvöld. Hann flutti til Íslands frá Litháen fyrir þrettán árum. Hann er með dvalarleyfi hér á landi. Hann baðst undan viðtali en sagði okkur þó að hann hefði misst vinnuna í vor og í kjölfarið húsnæði sitt. Hann ákvað því að setjast að í bílnum. Ricardas segist eiga fjölskyldu og börn í Litháen sem hann sendi peninga, en hefur ekkert getað hjálpað þeim síðan hann varð atvinnulaus.
Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Innlent Fleiri fréttir Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Sjá meira