Hjálpuðu heimilislausa Litháanum - Gáfu honum bensín og smákökur Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 11. desember 2013 21:54 "Ég var sjálfur í svipaðri stöðu fyrir mörgum árum, bjó í herbergisholum hingað og þangað og hafði ekki í nein hús að vernda þannig. Það voru ekki margir sem ég gat treyst á, þannig að ég þekki svona aðstöðu ágætlega.“ „Markmiðið okkar er að reyna að koma honum inn fyrir jól. Við fórum upp að Esju þar sem við gáfum honum meðal annars 25 lítra af bensíni,“ segir Róbert Guðmundsson, málari og stofnandi Facebook-síðunnar Hjálparsamtök Íslendinga. Eftir að hafa horft á fréttir Stöðvar 2 í kvöld þar sem fjallað var um litháískan karlmann, Ricardas Zazeckis, sem býr í bíl sínum við Esjurætur ákvað Róbert að fara ásamt félaga sínum til þess hitta manninn og færa honum góðgæti og bensín. Hann segir að maðurinn hafi verið nokkuð tregur til að byrja með en hafi svo þegið aðstoð. „Við gáfum honum smákökur, kanilsnúða, mjólk, appelsín og sígarettur. Svo létum við hann fá 2000 krónur í peningum og bensín,“ segir Róbert. Þegar þeir voru uppfrá kom að annar maður sem vildi færa Ricardas bensín. Bíllinn fór þó ekki í gang og telur Róbert að geymirinn sé bilaður. Hann ætlar því að fara uppeftir í fyrramálið með nýjan geymi og með í för verður Frank Höybye, bifvélavirki. Sá hefur lofað Ricardas að leggja bílnum sínum fyrir framan verkstæðið sitt í Hafnarfirði. Bifvélavirkinn ætlar að tengja rafmagn í bílinn og lána honum rafmagnsofn en það myndi verða til bráðabirgða þar til maðurinn fær varanlegt úrræði. „Ég er ör með svona hluti,“ segir Róbert. „Ég er að gefa hluti um allt land og meðal annars fékk ég bakarann Jóa Fel til þess að hjálpa mér með deig í smákökur sem ég gef.“Hvað er það sem drífur þig áfram við að hjálpa öðrum?„Ég var sjálfur í svipaðri stöðu fyrir mörgum árum, bjó í herbergisholum hingað og þangað og hafði ekki í nein hús að vernda þannig. Það voru ekki margir sem ég gat treyst á, þannig að ég þekki svona aðstöðu ágætlega.“ „En það er ekki lengur þannig, nú rek ég mína eigin málningarþjónustu og ég vil endilega láta gott af mér leiða,“ segir Róbert. Stöð 2 fjallaði um mál litháíska mannsins í kvöld. Hann flutti til Íslands frá Litháen fyrir þrettán árum. Hann er með dvalarleyfi hér á landi. Hann baðst undan viðtali en sagði okkur þó að hann hefði misst vinnuna í vor og í kjölfarið húsnæði sitt. Hann ákvað því að setjast að í bílnum. Ricardas segist eiga fjölskyldu og börn í Litháen sem hann sendi peninga, en hefur ekkert getað hjálpað þeim síðan hann varð atvinnulaus. Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
„Markmiðið okkar er að reyna að koma honum inn fyrir jól. Við fórum upp að Esju þar sem við gáfum honum meðal annars 25 lítra af bensíni,“ segir Róbert Guðmundsson, málari og stofnandi Facebook-síðunnar Hjálparsamtök Íslendinga. Eftir að hafa horft á fréttir Stöðvar 2 í kvöld þar sem fjallað var um litháískan karlmann, Ricardas Zazeckis, sem býr í bíl sínum við Esjurætur ákvað Róbert að fara ásamt félaga sínum til þess hitta manninn og færa honum góðgæti og bensín. Hann segir að maðurinn hafi verið nokkuð tregur til að byrja með en hafi svo þegið aðstoð. „Við gáfum honum smákökur, kanilsnúða, mjólk, appelsín og sígarettur. Svo létum við hann fá 2000 krónur í peningum og bensín,“ segir Róbert. Þegar þeir voru uppfrá kom að annar maður sem vildi færa Ricardas bensín. Bíllinn fór þó ekki í gang og telur Róbert að geymirinn sé bilaður. Hann ætlar því að fara uppeftir í fyrramálið með nýjan geymi og með í för verður Frank Höybye, bifvélavirki. Sá hefur lofað Ricardas að leggja bílnum sínum fyrir framan verkstæðið sitt í Hafnarfirði. Bifvélavirkinn ætlar að tengja rafmagn í bílinn og lána honum rafmagnsofn en það myndi verða til bráðabirgða þar til maðurinn fær varanlegt úrræði. „Ég er ör með svona hluti,“ segir Róbert. „Ég er að gefa hluti um allt land og meðal annars fékk ég bakarann Jóa Fel til þess að hjálpa mér með deig í smákökur sem ég gef.“Hvað er það sem drífur þig áfram við að hjálpa öðrum?„Ég var sjálfur í svipaðri stöðu fyrir mörgum árum, bjó í herbergisholum hingað og þangað og hafði ekki í nein hús að vernda þannig. Það voru ekki margir sem ég gat treyst á, þannig að ég þekki svona aðstöðu ágætlega.“ „En það er ekki lengur þannig, nú rek ég mína eigin málningarþjónustu og ég vil endilega láta gott af mér leiða,“ segir Róbert. Stöð 2 fjallaði um mál litháíska mannsins í kvöld. Hann flutti til Íslands frá Litháen fyrir þrettán árum. Hann er með dvalarleyfi hér á landi. Hann baðst undan viðtali en sagði okkur þó að hann hefði misst vinnuna í vor og í kjölfarið húsnæði sitt. Hann ákvað því að setjast að í bílnum. Ricardas segist eiga fjölskyldu og börn í Litháen sem hann sendi peninga, en hefur ekkert getað hjálpað þeim síðan hann varð atvinnulaus.
Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira