Innlent

Clint Eastwood sendir ríkisstjórninni tóninn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ríkisstjórin fær að heyra það frá Hollywood.
Ríkisstjórin fær að heyra það frá Hollywood. mynd/samsett

Clint Eastwood, Darren Aronofsky, Terrance Malick og margir fleiri erlendir aðilar í kvikmyndabransanum hafa sent ríkisstjórn Íslands harðort bréf.

Hópurinn sendir ríkisstjórninni yfirlýsingu til þingmanna með hvatningu um að efla frekar en að skera niður atvinnugrein í sókn sem skapar fjölda starfa og margfaldar fjárfestingu hins opinbera.

Stuðningsyfirlýsingin í heild sinni má sjá sér að neðan sem var birt á síðu Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda:

Við undirrituð höfum haft þá ánægju að vinna við upptökur á einu eða fleirum kvikmyndaverkum á Íslandi. Að okkar mati eru þeir íslensku kvikmyndagerðarmenn sem við höfum unnið með fagmenn í hæsta gæðaflokki. Þeir koma ekki einvörðungu með sérþekkingu í verkefnin, heldur hafa þeir reynst ómetanlegir ráðgjafar um íslenskar aðstæður, hætti og staði og hafa þannig fært ómetanlegan ávinning til okkar verka.

Við stöndum með þeim og íslensku kvikmyndagreininni á Íslandi í tilraunum þeirra við að viðhalda núverandi stöðu opinberrar fjárfestingar í kvikmyndagreininni og við skorum á íslensku ríkisstjórnina að endurskoða núverandi áætlanir um niðurskurð á Kvikmyndasjóði.

Þeir sem skrifa undir bréfið:

Alexandra Malick - Framleiðandi
Beau Marks - Framleiðandi
Chris Brigham - Framleiðandi
Chris Newman - Framleiðandi
Clint Eastwood - Leikari og leikstjóri
Dan Weiss - Höfundur og framleiðandi
Darren Aronofsky - Leikstjóri
Davod Benioff - Höfundur og framleiðandi
Duncan Henderson - Framleiðandi
G. Mac Brown - Framleiðandi
Mylan Stepanovich
Robert Lorenz - Framleiðandi og leikstjóri
Sam Miller - Leikstjóri
Selwyn Roberts - Framleiðandi
Steve Papazian - Forstjóri
Terje Strømstad - Framleiðandi
Terrence Malick - Leikstjóri
Tommy Wirkola - Leikstjóri

Clint Eastwood hefur oftar en ekki leikið harðjaxl í sínum kvikmyndum. Hann er ekki sáttur við ríkisstjórn Íslands. mynd / samsett

Forvígismenn kvikmyndaframleiðanda í heiminum skrifa einnig undir bréfið:

Alexandra Lebret - Samtök evrópska kvikmyndaframleiðanda - Framkvæmdarstjóri
Benoît Ginisty - Alþjóðleg samtök kvikmyndaframleiðenda,FIAPF - Formaður
Chris Curling - Samtök evrópska kvikmyndaframleiðanda - Forseti
Fabia Buenaventura - Samtök spænskra kvikmyndaframleiðanda -Framkvæmdarstjóri
Hrvoje Osvadić - Samtök króatískra kvikmyndaframleiðanda - Forseti
Sari Väänänen - Samtök finnskra kvikmyndaframleiðanda - Framkvæmdarstjóri
Suresh Laxman - Samtök indverska kvikmyndaframleiðanda - Forseti
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.