Innlent

Björn Blöndal leiðir lista Bjartrar framtíðar

Kristján Hjálmarsson skrifar
Björn Blöndal, Elsa Yeoman, Ilmur Kristjánsdóttir og Eva Einarsdóttir skipa efstu sæti Bjartrar framtíðar.
Björn Blöndal, Elsa Yeoman, Ilmur Kristjánsdóttir og Eva Einarsdóttir skipa efstu sæti Bjartrar framtíðar.
Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra og tónlistarmaður, mun leiða lista Bjartrar framtíðar í komandi borgarstjórnarkosningum. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi Bjartrar framtíðar rétt í þessu. 

Eins og komið hefur fram ætlar Jón Gnarr borgarstjóri ekki að sækjast eftir endurkjöri og ætlar að snúa sér aftur að gríninu. Besti flokkurinn, sem Jón fór fyrir, mun renna inn í Bjarta framtíð. Besti flokkurinn fékk 6 menn kjörna í síðustu kosningum.

Á fundi sem flokkurinn hélt rétt í þessu voru fyrstu sextán sæti á lista Bjartrar framtíðar kynnt. Þar kom meðal annars fram að Björn mun leiða listann og Elsa Yeoman borgarfulltrúi verður í öðru sæti.

Athygli vekur að borgarfulltrúarnir Karl Sigurðsson, oft kenndur við Baggalút, Einar Örn Benediktsson, fyrrverandi Sykurmoli, og Páll Hjaltason borgarfulltrúi og arkitekt verða ekki meðal efstu manna á listanum. Ilmur Kristjánsdóttir leikkona kemur ný inn á listann í þriðja sæti en Eva Einarsdóttir borgarfulltrúi situr í fjórða sæti. 

Listann í heild sinni má sjá hér að neðan:

  1. Björn Blöndal – aðstoðarmaður borgarstjóra og tónlistarmaður.
  2. Elsa Yeoman – forseti borgarstjórnar og húsgagnasmiður.
  3. Ilmur Kristjánsdóttir – leikkona.
  4. Eva Einarsdóttir – borgarfulltrúi.
  5. Ragnar Hansson – leikstjóri.
  6. Magnea Guðmundsdóttir – arkitekt.
  7. Kristján Freyr Halldórsson – bóksali og tónlistarmaður.
  8. Margrét Kristín Blöndal – varaborgarfulltrúi og tónlistarmaður.
  9. Heiðar Ingi Svansson – bókaútgefandi.
  10. Diljá Ámundadóttir – varaborgarfulltrúi.
  11. Barði Jóhannsson – tónlistarmaður.
  12. Guðlaug Elísabet Finnsdóttir – kennari.
  13. Páll Hjaltason – bogarfulltrúi og arkitekt.
  14. Hjördís Sjafnar – framkvæmdarstjóri.
  15. Einar Örn Benediktsson – borgarfulltrúi og tónlistarmaður.
  16. Karl Sigurðsson – borgarfulltrúi og tónlistarmaður. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×