Innlent

Ójafnvægi í íslensku samfélagi: Eintak af dýrasta sjónvarpinu seldist og aldrei fleiri hjá mæðrastyrksnefnd

María Lilja Þrastardóttir skrifar
Samsung kynnti til sögunnar dýrasta sjónvarpstæki á Íslandi í dag en tækið er framleitt í takmörkuðu upplagi. Tækið er 85 tommu Samsung S9 Ultra HD snjallsjónvarp og aðeins þrjú tæki eru í boði á íslenskum markaði.

Verslunin hefur núþegar selt eitt þeirra á litlar 7.8 milljónir.

Áhugi fólks á raftækjum fyrir þessi jól einskorðast ekki við rándýr sjónvörp þar sem fjöldi fólks lagði leið sína í verslanir með mac vörur og kipptu með sér einum i-phone 5 í jólapakkann á niðurgreiddu verði. 

Næturopnun var í Maclandi á Laugavegi og nýttu sér nokkrir tækifærið og keyptu eitt stykki.

Hörður Ágústson, framkvæmdastjóri búðarinnar segir allan gang á því hvort fólk sé að gefa símana í gjafir. 

Íslenskt samfélag er svo sannarlega samfélag andstæðna ef marka má þá vinnu sem nú fer fram í húsakynnum mæðrastyrksnefndar.

„Ekki samfélag sem við viljum sjá,“ segir forstöðukona Mæðrastyrksnefndar. 

Nánar í meðfylgjandi myndskeiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×