Innlent

Skíðasvæðin víða opin

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Skíðamenn sáu í morgun til jólasveina á leið heim og sýndust þeir vera nokkuð þreyttir.
Skíðamenn sáu í morgun til jólasveina á leið heim og sýndust þeir vera nokkuð þreyttir. Mynd/Vilhelm
Skíðasvæði eru víða opin í dag og færi almennt gott.

Þannig eru Bláfjöll opin í dag frá klukkan 10-17. Þar er hæglætis veður, nánast logn og 3,5 stiga frost en gengur á með éljum við og við.

Þar verður um helgina boðið upp á fría grunn skíðakennslu fyrir byrjendur í kaðallyftunni, ekki þarf að skrá sig heldur bara mæta.

Forsvarsmenn Bláfjalla hverja fólk til að mæta og endurnýja orkubirgðirnar fyrir jólatörnina framundan.

Þá er skíðasvæði Tindalstóls opið í dag frá klukkan 11-16. Þar er 1,8 stiga frost og frábært færi hvort heldur menn vilja vera á troðnu svæði eða utan þess.

Skíðamenn þar sáu í morgun til jólasveina á leið heim og sýndust þeir vera nokkuð þreyttir.

Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar, Dalirnir tveir, opna í dag alpasvæði sitt frá klukkan 10-16. Einungis verður opið í Miðfellslyftu megna snjóalaga.

Opið er á gönguskíðasvæðinu á Seljalandsdal frá klukkan 11 og troðnar verða brautir að 5 km. Þar er aðgengi nokkuð frjálst og getur hver sem er kveikt ljósin og gildir sú regla að síðasti maður slekkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×