Sakar stjórnvöld um tvískinnung á kostnað almennings Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. desember 2013 12:54 Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ. Tvö grátbrosleg tilvik um innflutning á kjúklingum sem fluttir voru inn og seldir sem íslenskir kjúklingar og innflutningur á írsku smjöri sýna vel það öngstræti við erum komin í með viðskipti með landbúnaðarvörur og þá innflutningsvernd sem greinin nýtur. Þetta segir Andrés Magnússon framkvæmdstjóri Samtaka verslunar- og þjónustu. Þetta viðhorf Andrésar kemur fram í aðsendri grein í Morgunblaðinu. Andrés segir erfitt að sjá hvernig stjórnvöld geta réttlætt þá gríðarháu tollvernd sem kjúklingaframleiðsla nýtur eftir að framleiðendur hafa viðurkennt að hafa villt um fyrir neytendum.Viðurkenning á vörusvikum? Andrés segir að með innflutningi á erlendum kjúklingi hafi kjúklingaframleiðendur viðurkennt að erlendir kjúklingar séu fullgóðir fyrir íslenska neytendur, að neytendur í landinu hafi ekkert að óttast. Rökin fyrir fæðuörygginu séu einnig fokin út í veður og vind, þar sem þetta dæmi sýni að innlend framleiðsla hafi með reglubundnum hætti þurft að láta erlenda kjúklingaframleiðendur hlaupa undir bagga með sér. Virðingarleysið fyrir íslenskum neytendum sem þetta tilvik lýsir sé algert. Þess skal getið að þrjú fyrirtæki sem slátra og pakka kjúklingi hafa hafnað því að hafa selt erlendan kjúkling sem íslenskan eftir fullyrðingar þingmanns þar um fyrr í haust. Málið er því enn undirorpið vafa.Smjör er ekki bara smjör, eða hvað? Andrés nefnir líka innflutning á írsku smjöri til að anna eftirspurn eftir smjöri yfir hátíðarnar sem selt var sem íslenskt smjör, en íslenskur almenningur getur hins vegar ekki keypt írskt smjör sjálfur. Brugðist var við alvarlegum smjörskorti með innflutningi á írska smjörinu. „Svo alvarlegt var ástandið að aðildarfélög Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, sem eru hagsmunasamtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði, sáu sína sæng upp reidda og pöntuðu nær níutíu tonn af írsku smjöri til þess að geta annað eftirspurn. Mikið var haft við enda um sérpöntun að ræða sem ekki varð afgreidd í einu vetfangi. Eftir að írskum mjólkurbændum hafði tekist að framleiða upp í hina sérstöku íslensku pöntun leysti smjörgámurinn landfestar á Írlandi og sigldi seglum þöndum norður Atlantshaf. Þar með var tryggt að íslenskir neytendur fengju notið hins írska smjörs nú í jólamánuðinum, eftir að hafa verið fullvissaðir um að ekkert væri að óttast,“ segir Andrés.Auglýst eftir hugrökkum stjórnmálamönnum Andrés lýsir eftir stjórnmálamanni sem hefur þor til að taka þessi mál föstum tökum, stjórnmálamanni sem vill tala máli neytenda og ekki síður þess stóra hóps fólks sem byggir afkomu sína á öflugri íslenskri verslun.Kanntu einhverjar skýringar á því hvers vegna Íslendingar eru enn fastir í hjólförum tollverndar á árinu 2013? „Nei, í raun ekki því við sem gætum hagsmuna verslunar klórum okkur mjög í höfðinu yfir því hvers vegna það er enginn stjórnmálamaður sem hefur dug eða þor til að stíga fram til að gæta hagsmuna þeirra sem eiga allt undir því að þessi vernd falli niður eða minnki og neytendur eigi kost á því að fá almenna neysluvöru á samkeppnishæfu verði,“ segir Andrés í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis.Er smjörið á myndinni íslenskt eða írskt? Neytendur hafa auðvitað ekki hugmynd um það. Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði létu flytja inn 90 tonn af smjöri svo Íslendingar hefðu nóg af „íslensku“ smjöri yfir jólin.Yrðu breytingar á tollverndinni ekki aðeins til þess fallnar að veita búvöruframleiðendum heilbrigt aðhald með erlendri samkeppni? „Að okkar mati er það tvímælalaust svo. Við höfum margoft bent á það. Dæmin sem við höfum þar sem íslenskur landbúnaður hefur fengið samkeppni hefur sýnt að hann stendur fyllilega á sporði við erlenda samkeppni. Dæmin sem við höfum úr garðyrkjunni sýna það mætavel að íslenskur landbúnaður þarf ekkert að óttast að mæta samkeppni. Það væri bara hollt fyrir greinina. Þá nútímavæðist hún, bændum og neytendum og öllum Íslendingum til mikilla framfara,“ segir Andrés.Engin hreyfing hjá vinstrimönnum Á tíð vinstristjórnarinnnar varð engin hreyfing í afnámi tollverndar þátt fyrir stefnu annars stjórnarflokksins, Samfylkingarinnar. Fyrir þessu eru tvíþættar ástæður. Annars vegar sú staðreynd að Samfylkingin vildi stuðla að breytingum á tollvernd með aðild Íslands að Evrópusambandinu og hins vegar þeirri að hörð verndarstefna var rekin af þingmönnum Vinstri grænna sem gegndu embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á síðasta kjörtímabili. Engin teikn eru á lofti að þetta komi til með að breytast hjá Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki enda er hvergi vikið að breytingum í átt að afnámi tollverndar í stefnuyfirlýsingu flokkanna. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Sjá meira
Tvö grátbrosleg tilvik um innflutning á kjúklingum sem fluttir voru inn og seldir sem íslenskir kjúklingar og innflutningur á írsku smjöri sýna vel það öngstræti við erum komin í með viðskipti með landbúnaðarvörur og þá innflutningsvernd sem greinin nýtur. Þetta segir Andrés Magnússon framkvæmdstjóri Samtaka verslunar- og þjónustu. Þetta viðhorf Andrésar kemur fram í aðsendri grein í Morgunblaðinu. Andrés segir erfitt að sjá hvernig stjórnvöld geta réttlætt þá gríðarháu tollvernd sem kjúklingaframleiðsla nýtur eftir að framleiðendur hafa viðurkennt að hafa villt um fyrir neytendum.Viðurkenning á vörusvikum? Andrés segir að með innflutningi á erlendum kjúklingi hafi kjúklingaframleiðendur viðurkennt að erlendir kjúklingar séu fullgóðir fyrir íslenska neytendur, að neytendur í landinu hafi ekkert að óttast. Rökin fyrir fæðuörygginu séu einnig fokin út í veður og vind, þar sem þetta dæmi sýni að innlend framleiðsla hafi með reglubundnum hætti þurft að láta erlenda kjúklingaframleiðendur hlaupa undir bagga með sér. Virðingarleysið fyrir íslenskum neytendum sem þetta tilvik lýsir sé algert. Þess skal getið að þrjú fyrirtæki sem slátra og pakka kjúklingi hafa hafnað því að hafa selt erlendan kjúkling sem íslenskan eftir fullyrðingar þingmanns þar um fyrr í haust. Málið er því enn undirorpið vafa.Smjör er ekki bara smjör, eða hvað? Andrés nefnir líka innflutning á írsku smjöri til að anna eftirspurn eftir smjöri yfir hátíðarnar sem selt var sem íslenskt smjör, en íslenskur almenningur getur hins vegar ekki keypt írskt smjör sjálfur. Brugðist var við alvarlegum smjörskorti með innflutningi á írska smjörinu. „Svo alvarlegt var ástandið að aðildarfélög Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, sem eru hagsmunasamtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði, sáu sína sæng upp reidda og pöntuðu nær níutíu tonn af írsku smjöri til þess að geta annað eftirspurn. Mikið var haft við enda um sérpöntun að ræða sem ekki varð afgreidd í einu vetfangi. Eftir að írskum mjólkurbændum hafði tekist að framleiða upp í hina sérstöku íslensku pöntun leysti smjörgámurinn landfestar á Írlandi og sigldi seglum þöndum norður Atlantshaf. Þar með var tryggt að íslenskir neytendur fengju notið hins írska smjörs nú í jólamánuðinum, eftir að hafa verið fullvissaðir um að ekkert væri að óttast,“ segir Andrés.Auglýst eftir hugrökkum stjórnmálamönnum Andrés lýsir eftir stjórnmálamanni sem hefur þor til að taka þessi mál föstum tökum, stjórnmálamanni sem vill tala máli neytenda og ekki síður þess stóra hóps fólks sem byggir afkomu sína á öflugri íslenskri verslun.Kanntu einhverjar skýringar á því hvers vegna Íslendingar eru enn fastir í hjólförum tollverndar á árinu 2013? „Nei, í raun ekki því við sem gætum hagsmuna verslunar klórum okkur mjög í höfðinu yfir því hvers vegna það er enginn stjórnmálamaður sem hefur dug eða þor til að stíga fram til að gæta hagsmuna þeirra sem eiga allt undir því að þessi vernd falli niður eða minnki og neytendur eigi kost á því að fá almenna neysluvöru á samkeppnishæfu verði,“ segir Andrés í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis.Er smjörið á myndinni íslenskt eða írskt? Neytendur hafa auðvitað ekki hugmynd um það. Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði létu flytja inn 90 tonn af smjöri svo Íslendingar hefðu nóg af „íslensku“ smjöri yfir jólin.Yrðu breytingar á tollverndinni ekki aðeins til þess fallnar að veita búvöruframleiðendum heilbrigt aðhald með erlendri samkeppni? „Að okkar mati er það tvímælalaust svo. Við höfum margoft bent á það. Dæmin sem við höfum þar sem íslenskur landbúnaður hefur fengið samkeppni hefur sýnt að hann stendur fyllilega á sporði við erlenda samkeppni. Dæmin sem við höfum úr garðyrkjunni sýna það mætavel að íslenskur landbúnaður þarf ekkert að óttast að mæta samkeppni. Það væri bara hollt fyrir greinina. Þá nútímavæðist hún, bændum og neytendum og öllum Íslendingum til mikilla framfara,“ segir Andrés.Engin hreyfing hjá vinstrimönnum Á tíð vinstristjórnarinnnar varð engin hreyfing í afnámi tollverndar þátt fyrir stefnu annars stjórnarflokksins, Samfylkingarinnar. Fyrir þessu eru tvíþættar ástæður. Annars vegar sú staðreynd að Samfylkingin vildi stuðla að breytingum á tollvernd með aðild Íslands að Evrópusambandinu og hins vegar þeirri að hörð verndarstefna var rekin af þingmönnum Vinstri grænna sem gegndu embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á síðasta kjörtímabili. Engin teikn eru á lofti að þetta komi til með að breytast hjá Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki enda er hvergi vikið að breytingum í átt að afnámi tollverndar í stefnuyfirlýsingu flokkanna.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Sjá meira