Innlent

Mesta góðæristímabil sjávarútvegsins í Íslandssögunni

Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍÚ.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍÚ. Mynd/365
Samanlagður rekstrarhagnaður í sjávarútvegi fyrir afskriftir, skatta og fjármagnsliði, svokölluð EBITDA, nemur alls 287 milljörðum króna frá hruni og hefur EBITDA aukist um 100 prósent.

Árin eftir bankahrunið þegar gengisfall krónunnar gekk yfir almenning með verðbólguáhrifum, þá blasa við mjög góðar afkomutölur í sjávarútvegi.

Samtals hefur rekstrarhagnaður fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði, svokallaður EBIDTA-hagnaður, numið 287 milljörðum króna á tímabilinu. Frá þessu er greint í veftímaritinu Kjarnanum, sem fullyrðir að þetta sé mesta góðæristímabil sjávarútvegsins í Íslandssögunni.

EBIDTA-hagnaðurinn hefur aukist um 100 prósent. Greiðslur sjávarútvegsins í veiðigjöld hafa einnig hækkað mikið hlutfallslega, farið úr 500 milljónum króna árið 2008 í 7,5milljarða króna í fyrra.

Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að setja verði árangur útgerðarfyrirtækjanna og veiðigjöldin í samhengi við tekjuskatt sem útgerðarfyrirtækin greiða.

Þannig séu sjávarútvegsfyrirtækin í reynd að greiða 60 prósent tekjuskatt ef veiðigjöld séu reiknuð ofan á tekjuskattana sem þau þegar greiða á meðan almenn fyrirtæki í landinu greiði 20 prósenta tekjuskatt. Þetta kemur fram í viðtali við Kolbein í nýjasta Klinkinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×