Innlent

Skipverja saknað rétt við Reyðarfjörð

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Mynd af björgunarskipi Landsbjargar. Úr safni.
Mynd af björgunarskipi Landsbjargar. Úr safni.
Skipverja af flutningaskipinu Alexia er saknað og talið er hugsanlegt að hann hafi fallið frá borði. Flutningaskipið var að koma inn til hafnar á Reyðarfirði og var björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar samstundið kallað út til leitar. Þetta kom fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Að auki var haft samband við skip sem voru nálægt og þau beðin um að taka þátt í leitinni.

Veðrið er mjög slæmt á svæðinu og leitarsvæðið er stórt.

Leitin hefur ekki borið árangur og var ákveðið í samráði við lögreglu og bakvakt Slysavarnarfélagsins Landsbjargar að fresta leitinni til morguns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×