Innlent

Kærir kynferðisbrot í Hlíðunum

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Mynd/Úr safni
Stúlka á tvítugsaldri hefur kært kynferðisbrot sem átti sér stað í íbúð í Hamrahlíðinni síðastliðið föstudagskvöld. DV greinir frá þessu.

Íbúðin er í eigu Blindrafélagsins sem leigir hana út, en hvorki stúlkan né sá kærði tengjast félaginu á nokkurn hátt.

Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn staðfestir í samtali við DV að kæran sé á borði lögreglu og málið til rannsóknar en hún mun hafa borist lögreglu á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×