Innlent

Íslendingur í Harvard: „Vitum ekki nákvæmlega hvað er í gangi“

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Sprengjuhótunin í Harvard háskólans mun hafa tekið til þriggja skólabygginga og einnar stúdentaíbúðabyggingar. Friðrik Árni Friðriksson Hirst er nemandi við Harvard og var staddur á svæðinu þar sem sprengjuhótunin barst.

Búið er að loka háskólagarðinum og lögreglumenn vakta garðinn og ganga um með hunda. Friðrik spurði einn lögreglumanninn hvað væri í gangi og fékk þau svör að um neyðartilvik væri að ræða. Öllum nemendum Harvard hefur þó verið sendur tölvupóstur þar sem fram kemur að sprengjuhótun hafi borist skólanum.

„Við vitum ekki nákvæmlega hvað er í gangi, það er talsvert af lögreglumönnum hér en ég býst við að mun fleiri séu inni í byggingunum að kemba þær,“ segir Friðrik sem var staddur á kaffihúsi rétt við svæðið þegar fréttastofa náði tali af honum.

Einhverjir hafa rætt það að þetta sé grunsamlegt og einhver hljóti að hafa sent þessa hótun til þess að fresta lokaprófi. „Það er þó mjög óstaðfest kenning.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×