Innlent

Leit hætt að skipverjanum

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Leit hefur hætt í dag þar sem myrkur er skollið á.
Leit hefur hætt í dag þar sem myrkur er skollið á. Mynd af björgunarskipi Landsbjargar. Úr safni.
Leit að skipverja sem saknað er af flutningaskipinu Alexia  hefur verið hætt í dag þar sem myrkur er skollið á. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.

Farið var yfir allt það leitarsvæði sem skipulagt var í morgun úti fyrir Reyðarfirði. Leitin hefur ekki borðið árangur og verður ákveðið með framhald hennar í samráði við Landhelgisgæslunnar í kvöld.
 
Níu bátar tóku þátt í leitinni í dag; tvö björgunarskip, fimm harðbotna björgunarbátar, dráttarbátur og Sómabátur.

Í morgun var gengið í fjörur en fljótlega var horfið frá því þar sem aðstæður voru hættulegar, snjór yfir ís á klöppum auk þess sem litlar líkur voru taldar á árangri af slíkri leit.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×