Innlent

Slitnað upp úr viðræðum

Heimir Már Pétursson skrifar
Frá samningaviðræðunum í dag.
Frá samningaviðræðunum í dag. mynd/stöð 2
Samningaviðræðum fjögurra landssambanda við samtök atvinnulífsins var slitið hjá Ríkissátasemjara um klukkan sex í dag, eftir að Samtök Atvinnulífsins kynntu  hugmyndir sínar um leiðir til hækkunar lægstu launa.

Fulltrúar Starfsgreinasambandsins, Flóabandalagsins, Verslunarmannafélags Reykjavíkur og Landssambands verslunarmanna fundaði með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan ellefu í morgun. Þar voru þeim kynntar hugmyndir SA um lækkun lægstu launa, en uppúr samfloti allra verkalýðsfélaga á almennum markaði slitnaði fyrir rúmri viku vegna deila um leiðir í þeim efnum.

Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir samtökin hafa boðið upp á að lágmarki 5.500 króna hækkun lægstu launa í krónum talið og allt upp í 7.250 krónur og að lágmarks tekjutrygging hækkaði um tæpar tíu þúsund krónur. 


Fulltrúar verkalýðsfélaganna sögðu þetta allt of lítið skref og nú væri málið í höndum ríkissáttasemjara. En áður en slitnaði upp úr allsherjar samfloti verkalýðshreyfingarinnar á almennum markaði við samningaborðið hafði hún farið fram á 3,4 prósenta almenna hækkun launa og ellefu þúsund króna krónutöluhækkun að auki ofan á laun upp að 340 þúsundum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×