Lýðsskrum að kenna vondu vinstri stjórninni um stoppið Kristján Már Unnarsson skrifar 16. desember 2013 20:06 Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi iðnaðarráðherra, sakaði núverandi stjórnarflokka um lýðsskrum þegar þeir héldu því fram á síðasta kjörtímabili að „vonda vinstri stjórnin“ hefði staðið í vegi álvers í Helguvík og spurði hvernig nýrri ríkisstjórn hefði tekist að klúðra málinu á aðeins sex mánuðum.Ráðherrar úr þáverandi stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar voru í hópi tíumenninganna sem tóku fyrstu skóflustunguna þann 6. júní árið 2008 og Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, var sama dag spurður hvaðan orkan ætti að koma: Búið er að ganga frá samningum við Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja, var svarið, og taldi óhætt að hefjast handa, enda gerði Orkuveitan ráð fyrir að stækka Hellisheiðarvirkjun og byggja virkjun í Hverahlíð. „Þannig að það eiga að vera nægilegir möguleikar þar.” Annað hefur komið á daginn. Í Helguvík er allt stopp og ummæli sem í síðustu viku voru höfð eftir Michael Bless, forstjóra móðurfélags Norðuráls, benda til að hann sé svartsýnn á framhaldið þar sem ekki hafi tekist að semja um orkuna.Fyrstu skóflustungu að álveri í Helguvík tóku tíu manns þann 6. júní 2008.Á Alþingi í dag rifjaði fyrrverandi iðnaðarráðherra upp að núverandi stjórnarflokkar hafi iðulega kennt vinstristjórninni um að ekkert gengi og beindi orðum að núverandi ráðherra, Ragnheiði Elínu Árnadóttur. „Eitt af því fyrsta sem hún segir þegar hún kemur í stól ráðherra er að hún ætli að ryðja úr vegi öllum hindrunum og ætli að tryggja að þetta verkefni verði að veruleika. Sex mánuðum síðar: Bingó, búið, bless,“ sagði Katrín. „Þess vegna er eðlilegt að við spyrjum hvernig þessari ríkisstjórn tókst að klúðra málinu á sex mánuðum. Það lifði þó áfram í þau fjögur ár sem vonda vinstri stjórnin var hér. Það er greinilega ekkert sem hæstvirtur ráðherra gat gert þannig að gjálfrið á síðasta kjörtímabili var orðin tóm og lýðskrum,“ sagði Katrín. „Það er ekki búið að slá þetta verkefni af þannig að því sé haldið til haga,“ svaraði Ragnheiður Elín og sagði vinstri stjórnina víst hafa lagt hindranir. „Þær hindranir sem voru í tíð seinustu ríkisstjórnar voru á þann veg að ekki var pólitískur stuðningur við þetta verkefni. Það liggur í augum upp og hefur verið öllum ljóst,“ sagði ráðherrann. Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi iðnaðarráðherra, sakaði núverandi stjórnarflokka um lýðsskrum þegar þeir héldu því fram á síðasta kjörtímabili að „vonda vinstri stjórnin“ hefði staðið í vegi álvers í Helguvík og spurði hvernig nýrri ríkisstjórn hefði tekist að klúðra málinu á aðeins sex mánuðum.Ráðherrar úr þáverandi stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar voru í hópi tíumenninganna sem tóku fyrstu skóflustunguna þann 6. júní árið 2008 og Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, var sama dag spurður hvaðan orkan ætti að koma: Búið er að ganga frá samningum við Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja, var svarið, og taldi óhætt að hefjast handa, enda gerði Orkuveitan ráð fyrir að stækka Hellisheiðarvirkjun og byggja virkjun í Hverahlíð. „Þannig að það eiga að vera nægilegir möguleikar þar.” Annað hefur komið á daginn. Í Helguvík er allt stopp og ummæli sem í síðustu viku voru höfð eftir Michael Bless, forstjóra móðurfélags Norðuráls, benda til að hann sé svartsýnn á framhaldið þar sem ekki hafi tekist að semja um orkuna.Fyrstu skóflustungu að álveri í Helguvík tóku tíu manns þann 6. júní 2008.Á Alþingi í dag rifjaði fyrrverandi iðnaðarráðherra upp að núverandi stjórnarflokkar hafi iðulega kennt vinstristjórninni um að ekkert gengi og beindi orðum að núverandi ráðherra, Ragnheiði Elínu Árnadóttur. „Eitt af því fyrsta sem hún segir þegar hún kemur í stól ráðherra er að hún ætli að ryðja úr vegi öllum hindrunum og ætli að tryggja að þetta verkefni verði að veruleika. Sex mánuðum síðar: Bingó, búið, bless,“ sagði Katrín. „Þess vegna er eðlilegt að við spyrjum hvernig þessari ríkisstjórn tókst að klúðra málinu á sex mánuðum. Það lifði þó áfram í þau fjögur ár sem vonda vinstri stjórnin var hér. Það er greinilega ekkert sem hæstvirtur ráðherra gat gert þannig að gjálfrið á síðasta kjörtímabili var orðin tóm og lýðskrum,“ sagði Katrín. „Það er ekki búið að slá þetta verkefni af þannig að því sé haldið til haga,“ svaraði Ragnheiður Elín og sagði vinstri stjórnina víst hafa lagt hindranir. „Þær hindranir sem voru í tíð seinustu ríkisstjórnar voru á þann veg að ekki var pólitískur stuðningur við þetta verkefni. Það liggur í augum upp og hefur verið öllum ljóst,“ sagði ráðherrann.
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira