Innlent

Þyrlan aðstoðar við leitina

Boði Logason skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint
Myndin tengist fréttinni ekki beint mynd/lhg
Leit að skipverja sem saknað er af flutningaskipinu Alexia heldur áfram í fyrramálið og mun þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoða við leitina.

Skipverjinn féll frá borði á sunnudagskvöld þegar skipið var að koma inn til hafnar á Reyðarfirði. Leitað var úti fyrir Reyðarfirði í gær, en var hætt síðdegis þegar myrkrið skall á.

Í fyrramálið mun þyrla gæslunnar aðstoða við leitina.Skúli Hjaltason er í svæðisstjórn Landsbjargar.

„Með þyrlunni þá munum við getað leitað meira í Reyðarfjarðarminninu, skoðað þá fjörur og það sem okkur tókst ekki að gera í dag,“ segir hann.

Um tuttugu og fimm björgunarsveitarmenn munu taka þátt í leitinni í dag.

„Það voru ágætar aðstæður til leitar í dag, enn dimm él sem klippti af okkur skyggnið en annars hægur vindur,“ segir Skúli Hjaltason, í svæðisstjórn Landsbjargar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×