Innlent

170 læknamistök á ári leiða til dauða

Stefán Árni Pálsson skrifar
Óhöpp á Landsspítalanum draga 170 manns til dauða á ári hverju en þetta kom fram á ráðstefnu um öryggi sjúklinga í Hörpu þann 3. september. 

Í aðsendri grein eftir Auðbjörgu Reynisdóttur, markþjálfa og hjúkrunarfræðing, sem birtist í Fréttablaðinu í morgun kemur fram að 600 manns verða fyrir varanlegu tjóni sökum læknamistaka og eru óhöppin samtals 2500 á ári.

Fram kemur í grein Auðbjargar að: „staða á verkefninu „LEAN á LSH“ (gæðakerfinu LEAN á LSH) sé harla dapurleg. Sem áhugamaður var ég forvitin enda er kerfið eitt það vinsælasta í gæðamálum. Ég hlustaði á erindi á um þetta þann 17. október sl. á LSH. Þar kom fram að öryggi sjúklinga er ekki á dagskrá verkefnisins fyrr en eftir 2-3 ár."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×