Innlent

„Barnið þitt er á lífi“

Þegar Ranka Studic var 25 ára gömul fæddi hún sitt fyrsta barn á sjúkrahúsi í Serbíu. Barnið fékk hún aldrei að sjá og var sagt að það hefði látist við fæðingu.

Sautján árum síðar fær Ranka símtal á heimili sitt í Kópavogi þar sem henni er sagt að sonur hennar sé á lífi, hann heiti Ratko og hafi verið seldur auðugri fjölskyldu í Sviss við fæðingu.

„Við viljum bara vita hvar hann er, hvernig hann hefur það og hvernig lífi hann hefur lifað,“ segir Ranka. Í nýútkominni bók, Barnið þitt er á lífi, ritar Elín Hirst þessa mögnuðu sögu.

Áhrifarík saga hjónanna Rönku og Zdravko Studic í Íslandi í dag í kvöld í opinni dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×