Íslenski boltinn

Bjarni nældi í markvörð 17 ára landsliðsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bjarni Guðjónsson og Hörður Fannar Björgvinsson.
Bjarni Guðjónsson og Hörður Fannar Björgvinsson. Mynd/Fram
Framarar halda áfram að styrkja sig fyrir átökin í Pepsi-deild karla í fótbolta næsta sumar en í dag samdi liðið við einn efnilegast markvörð landsins. Bjarni Guðjónsson, nýr þjálfari liðsins, hefur verið duglegur að safna að sér ungum og efnilegum leikmönnum og hann er ekki hættur.

Hörður Fannar Björgvinsson, markvörður íslenska 17 ára landsliðsins samdi við Fram til þriggja ára en hann er fæddur árið 1997 og uppalinn í Stjörnunni.

Hörður Fannar er aðeins sextán ára gamall en hefur verið að standa sig vel með Fram í æfingaleikjum. Hann lék allan leikinn þegar Fram vann ÍA í æfingaleik í nóvember og 60 mínútur þegar Fram lagði Breiðablik á laugardaginn var.

Hörður Fannar hefur leikið tíu leiki með 17 ára landsliðinu þar á meðal alla leikina þegar liðið tryggði sér sæti í milliriðli Evrópumóts 17 ára landsliða með frábærri frammistöðu í Rússlandi í haust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×