Innlent

Atvinnulausir fá desemberuppbót

Gissur Sigurðsson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. mynd/valli
Samkomulag, sem tókst á Alþingi seint í gærkvöldi um afgreiðslu þingmála fyrir þinglok, felur meðal annars í sér að fólk í atvinnuleit fær greidda desemberuppbót, líkt og aðrir.

Kostnaður ríkissjóðs vegna þessa nemur umþaðbil 450 milljónum króna. Þá verður hættt við að innheimta komugjöld á sjúkrahús og fjármagn verður sett í rannsókna- hönnunar og myndlistarsjóði.

Stjórnarandstaðan hafði lagt mikla áherslu á öll þessi atriði og lauk annari umræðu um fjárlagafrumvarpið laust fyrir miðnætti. Þingfundi var slitið í framhaldi af því og verður fundað aftur klukkan hálf ellefu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×