Innlent

Vigdís hló sig máttlausa að brandara

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
„Ég hló mig máttlausa,“ skrifaði Vigdís Hauksdóttir, alþingismaður sem á sæti í fjárlaganefnd um brandara Baggalútsmanna sem slegið hefur í gegn í netheimum.

Brandarinn snýst um að ungur drengur hafi fengið Vigdísi í skóinn og hafi honum orðið hverft við. Í framhaldinu ætlaði drengurinn svo að stefna jólasveininum fyrir húsbrot, spellvirki og ólögmætan hræðsluáróður.

Þá þykir Vigdísi brandari Baggalúts, um að stofnun íslenska jólasveinsins hefði verið gert að skera niður um 50 prósent fyrir þessi jól, líka góður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×