Lífið

Jordan á von á barni

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Körfuboltagoðsögnin Michael Jordan á von á barni með eiginkonu sinni Yvette Preito.

Michael, 50 ára, og Yvette, 34 ára, gengu í það heilaga í apríl eftir rúmlega fimm ára samband. Þetta verður þeirra fyrsta barn saman. 

Michael á þrjú börn með Juanita Venoy en þau skildu árið 2006 eftir sautján ára hjónaband. Þau eiga synina Jeffrey Michael, 24 ára og Marcus James, 22 ára og dótturina Jasmine, nítján ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.