Innlent

Eldur í þvottavél á hóteli

Gissur Sigurðsson skrifar
Eldur kviknaði í þvottavél á hóteli í Reykjavík í nótt og hringdu starfsmenn þegar í slökkviliðið. Þeir höfðu hinsvegar náð að slökkva eldinn áður en liðið kom á vettvang og hlaust ekki tjón af nema hvað þvottavélin er að líkindum ónýt.

Ekki kom til þess að raska þyrfti ró næturgesta og drífa þá út, því starfsmenn náðu strax tökum á eldinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×