Innlent

Ölvuð sló til lögreglumanna og hrækti á þá

Gissur Sigurðsson skrifar
mynd/365
Ölvuð kona réðst að lögreglumönnum á veitingahúsi í Reykjavík í gærkvöldi, sló til þeirra og hrækti á þá. Þeir höfðu verið kallaðir til þar sem konan og vinkona hennar voru orðnar mjög ölvaðar.

Þegar lögreglumennirnir ætluðu að leiða þær út til að aka þeim heim, brást konan svona við og voru þær báðar vistaðar í fangageymslum.

Þar endaði líka ölvaður karlmaður sem hafði verið með háreysti fyrir utan fjölbýlishús í borginni. Þegar lögreglumenn komu á vettvang var hann kominn inn til sín og þar sem lögreglumenn voru að róa hann, sáu þeir kannabisplöntur í íbúðinni. Hann var þá handtekinn og hald lagt á plönturnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×