Verðskuldað spennufall Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 4. desember 2013 14:00 mynd/valli „Ég er óskipulagðasta manneskja í heimi og vakna yfirleitt alltof seint á aðfangadag eða ríf mig upp grútsyfjuð klukkan átta því ég hef ekki keypt eina einustu jólagjöf. Svo tekur við stefnulaust ráf í óðagoti um miðbæinn sem færir sig yfir í verslunarmiðstöðvarnar þegar lokar á Laugaveginum og þetta er alltaf svona, sama hvað ég ætla að vera tímanlega,“ segir Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir sjónvarpskona á Stöð 2. Sigríður á minningu um sig hlaupandi í Hagkaupum sem síðust búða lokaði á aðfangadag og með allt í fári. „Svo húrra ég mér heim eftir búðarápið, klæði mig í jólaföt og elda eitthvað því sem grænmetisæta kem ég með eigin mat í jólamat til mömmu og pabba.“ Sigríður Elva sest yfirleitt að borðum klukkan átta á aðfangadagskvöld. „Hjá okkur er ekkert heilagt að borða klukkan sex og við hlustum aldrei á aftansöng í útvarpinu. Ég er með krónískt ofnæmi fyrir messum og líður raunverulega illa í hjartanu þegar ég hlusta á messur. Ég er trúlaus með öllu og það er eitthvað við tónandi presta og helgislepju sem ég fæ grænar bólur af. Því var aftansöngur sá partur jólanna sem ég kveið mest fyrir í uppvextinum því pabbi söng lengi í kirkjukór.“ Þegar haustar byrjar Sigríður Elva að lesa sér til um jólamat og leita sér hugmynda. „Ég hef enn ekki náð að skapa mér matarhefð um jólin en geitaostur kemur þó alltaf við sögu. Síðast gerði ég geitaostaköku og langar að gera hana aftur fyrir jólin á meðan aðalrétturinn kemur á óvart. Margar grænmetisætur líta á hnetusteik sem hinn eina sanna jólamat en mér finnst á henni of mikill hippaheilsubragur og hnetusteik álíka hátíðleg og kjöthleifur á virkum degi,“ segir Sigríður Elva sem á aðventunni bakar í gríð og erg og segir að jólin séu besta afsökunin til að baka sætabrauð. „Ilmur af jólabakstri er hluti af jólastemningunni. Ég er mikið jólabarn þótt mig skorti trúarlega tengingu við hátíðina og þykir notalegt þegar hraður taktur þjóðfélagsins hægist og kyrrðin tekur við. Eftir stresskast aðfangadags upplifi ég því verðskuldað spennufall og get verið slök í náttfötum að éta konfekt næstu daga.“ Framundan eru fyrstu jól Sigríðar Elvu sem móðir. „Dóttirin er enn svo lítil að hún mun varla hafa gaman af því að taka upp jólapakka og ég er mun spenntari fyrir pökkunum hennar en hún. Mér þykja jólin spennandi með augum barnsins og hlakka til þegar hún fer að hafa vit á þessu öllu. Móðurhlutverkið breytir öllu og nú get ég sennilega ekki lengur leyft mér að hlaupa um búðir á taugum með litla viðhengið með mér.“ Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
„Ég er óskipulagðasta manneskja í heimi og vakna yfirleitt alltof seint á aðfangadag eða ríf mig upp grútsyfjuð klukkan átta því ég hef ekki keypt eina einustu jólagjöf. Svo tekur við stefnulaust ráf í óðagoti um miðbæinn sem færir sig yfir í verslunarmiðstöðvarnar þegar lokar á Laugaveginum og þetta er alltaf svona, sama hvað ég ætla að vera tímanlega,“ segir Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir sjónvarpskona á Stöð 2. Sigríður á minningu um sig hlaupandi í Hagkaupum sem síðust búða lokaði á aðfangadag og með allt í fári. „Svo húrra ég mér heim eftir búðarápið, klæði mig í jólaföt og elda eitthvað því sem grænmetisæta kem ég með eigin mat í jólamat til mömmu og pabba.“ Sigríður Elva sest yfirleitt að borðum klukkan átta á aðfangadagskvöld. „Hjá okkur er ekkert heilagt að borða klukkan sex og við hlustum aldrei á aftansöng í útvarpinu. Ég er með krónískt ofnæmi fyrir messum og líður raunverulega illa í hjartanu þegar ég hlusta á messur. Ég er trúlaus með öllu og það er eitthvað við tónandi presta og helgislepju sem ég fæ grænar bólur af. Því var aftansöngur sá partur jólanna sem ég kveið mest fyrir í uppvextinum því pabbi söng lengi í kirkjukór.“ Þegar haustar byrjar Sigríður Elva að lesa sér til um jólamat og leita sér hugmynda. „Ég hef enn ekki náð að skapa mér matarhefð um jólin en geitaostur kemur þó alltaf við sögu. Síðast gerði ég geitaostaköku og langar að gera hana aftur fyrir jólin á meðan aðalrétturinn kemur á óvart. Margar grænmetisætur líta á hnetusteik sem hinn eina sanna jólamat en mér finnst á henni of mikill hippaheilsubragur og hnetusteik álíka hátíðleg og kjöthleifur á virkum degi,“ segir Sigríður Elva sem á aðventunni bakar í gríð og erg og segir að jólin séu besta afsökunin til að baka sætabrauð. „Ilmur af jólabakstri er hluti af jólastemningunni. Ég er mikið jólabarn þótt mig skorti trúarlega tengingu við hátíðina og þykir notalegt þegar hraður taktur þjóðfélagsins hægist og kyrrðin tekur við. Eftir stresskast aðfangadags upplifi ég því verðskuldað spennufall og get verið slök í náttfötum að éta konfekt næstu daga.“ Framundan eru fyrstu jól Sigríðar Elvu sem móðir. „Dóttirin er enn svo lítil að hún mun varla hafa gaman af því að taka upp jólapakka og ég er mun spenntari fyrir pökkunum hennar en hún. Mér þykja jólin spennandi með augum barnsins og hlakka til þegar hún fer að hafa vit á þessu öllu. Móðurhlutverkið breytir öllu og nú get ég sennilega ekki lengur leyft mér að hlaupa um búðir á taugum með litla viðhengið með mér.“
Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira