Umkringd listakokkum Vera Einarsdóttir skrifar 4. desember 2013 13:58 Litla stúlkan fékk nafnið Margrét Júlía. MYND/STEFÁN Frétta- og dagskrárgerðar¬maðurinn Helga Arnardóttir heldur í fyrsta skipti jól með lítinn hvítvoðung upp á arminn en dóttir hennar, Margrét Júlía Reynisdóttir, kom í heiminn 13. nóvember síðastliðinn. Jólin í ár verða því frábrugðin fyrri jólum. Á meðgöngunni vann Helga að gerð þáttanna Óupplýst lögreglumál, sem sýndir eru á Stöð 2, og var því með hugann nokkuð fjarri fæðingar- og ungbarnastússi. Nú sér dóttirin hins vegar til þess að Helga hugsar ekki um nokkuð annað og nýtur tímans í botn. „Hún er að taka vaxtarkipp núna og hangir bókstaflega á mér. Ég er farin að líta á það sem stórkostleg forréttindi að komast í sturtu og kann orðið dagskrána á FoodNetwork utan að,“ segir Helga. Hún ætlar að verja aðfangadegi með móður sinni, Margréti Ákadóttur, og sambýlismanninum, Reyni Erni Þrastarsyni. „Á mínu heimili hefur alltaf verið elduð gæs og hefur Reynir, sem er matreiðslumaður, glaður gengið inn í þá hefð. Hann skaut sína bráð í haust og mun elda hana eftir kúnstarinnar reglum. Í forrétt erum við með humar í raspi sem er borinn fram með franskbrauði og kokteilsósu með þeyttum rjóma og svo endum við á ris à l´amande.“ Við taka svo fjölskylduboð í röðum sem enda hjá Ingunni, systur Helgu, á gamlárskvöld þar sem borðin svigna undan alls kyns smáréttum. „Ég er umkringd listakokkum sem kemur sér einstaklega vel þar sem ég kann varla að sjóða pylsur.“ Helga segist þó nokkuð lunkin við að baka. „Ég er ekki svona dass-kona en kann að fara eftir uppskriftum. Ég hafði því hugsað mér að skella í smákökur ef ég get mögulega lagt barnið frá mér. Ég var meira að segja með háleitar hugmyndir um að gera franskar makkarónur en þá þyrfti ég nú örugglega að athuga með pössun enda nánast um dagsverk að ræða.“ Þáttaröð Helgu, Óupplýst lögreglumál, hóf göngu sína sunnudaginn 24. nóvember. Sama dag og dótturinni var gefið nafn. „Margrét í höfuðið á móðurömmunni og Júlía af því það er svo alþjóðlegt og rómantískt,“ segir Helga. Þættirnir eru á dagskrá á sunnudagskvöldum klukkan 20.20. Fjallað er um morð, bruna og bankarán sem aldrei hafa verið upplýst. Röðin telur sex þætti. Sá síðasti fer í loftið á milli jóla og nýárs. Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Sjá meira
Frétta- og dagskrárgerðar¬maðurinn Helga Arnardóttir heldur í fyrsta skipti jól með lítinn hvítvoðung upp á arminn en dóttir hennar, Margrét Júlía Reynisdóttir, kom í heiminn 13. nóvember síðastliðinn. Jólin í ár verða því frábrugðin fyrri jólum. Á meðgöngunni vann Helga að gerð þáttanna Óupplýst lögreglumál, sem sýndir eru á Stöð 2, og var því með hugann nokkuð fjarri fæðingar- og ungbarnastússi. Nú sér dóttirin hins vegar til þess að Helga hugsar ekki um nokkuð annað og nýtur tímans í botn. „Hún er að taka vaxtarkipp núna og hangir bókstaflega á mér. Ég er farin að líta á það sem stórkostleg forréttindi að komast í sturtu og kann orðið dagskrána á FoodNetwork utan að,“ segir Helga. Hún ætlar að verja aðfangadegi með móður sinni, Margréti Ákadóttur, og sambýlismanninum, Reyni Erni Þrastarsyni. „Á mínu heimili hefur alltaf verið elduð gæs og hefur Reynir, sem er matreiðslumaður, glaður gengið inn í þá hefð. Hann skaut sína bráð í haust og mun elda hana eftir kúnstarinnar reglum. Í forrétt erum við með humar í raspi sem er borinn fram með franskbrauði og kokteilsósu með þeyttum rjóma og svo endum við á ris à l´amande.“ Við taka svo fjölskylduboð í röðum sem enda hjá Ingunni, systur Helgu, á gamlárskvöld þar sem borðin svigna undan alls kyns smáréttum. „Ég er umkringd listakokkum sem kemur sér einstaklega vel þar sem ég kann varla að sjóða pylsur.“ Helga segist þó nokkuð lunkin við að baka. „Ég er ekki svona dass-kona en kann að fara eftir uppskriftum. Ég hafði því hugsað mér að skella í smákökur ef ég get mögulega lagt barnið frá mér. Ég var meira að segja með háleitar hugmyndir um að gera franskar makkarónur en þá þyrfti ég nú örugglega að athuga með pössun enda nánast um dagsverk að ræða.“ Þáttaröð Helgu, Óupplýst lögreglumál, hóf göngu sína sunnudaginn 24. nóvember. Sama dag og dótturinni var gefið nafn. „Margrét í höfuðið á móðurömmunni og Júlía af því það er svo alþjóðlegt og rómantískt,“ segir Helga. Þættirnir eru á dagskrá á sunnudagskvöldum klukkan 20.20. Fjallað er um morð, bruna og bankarán sem aldrei hafa verið upplýst. Röðin telur sex þætti. Sá síðasti fer í loftið á milli jóla og nýárs.
Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Sjá meira