Innlent

Ætla að reyna háhyrningahljóðin í Kolgrafafirði í dag

Látið verður reyna á fælingarmátt háhyrninganna til að reka síld út úr Kolgrafafirði.
Látið verður reyna á fælingarmátt háhyrninganna til að reka síld út úr Kolgrafafirði. fréttablaðið/óskar
Til stendur að reyna að flæma síld út úr Kolgrafafirði í dag með tóngjafa, sem sendir út drápshljóð háhyrninga, sem þeir gefa frá sér þegar þeir smala síld til átu. Það er fyrirtækið Stjörnuoddi, sem þróað hefur þessa tækni, en upptökurnar af raunverulegum drápshljóðum koma frá hvalasetrinu á Húsavík.

Þetta eru lágtíðnihljóð, en hljóðstyrkurinn er mikill. Þessi tækni var lítillega prófuð í firðinum í vor og hafði þá einhver áhrif á síldina, en það skýrist væntanlega í dag hvort aðferðin skilar árangri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×