Innlent

Banaslys á skemmtistað í Reykjavík í nótt

Ritstjórn skrifar
Karlmaður beið bana þegar hann féll niður stiga á skemmtistað við Laugaveg í Reykjavík laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi.

Þegar var kallað eftir sjúkrabíl, sem flutti manninn á slysadeild Landsspítalans, þar sem hann gekkst strax undir aðgerð en var úrskurðaður látinn eftir komuna á gjörgæsludeild.

Samkvæmt frumupplýsingum frá lögreglu bendir ekkert til að manninum hafi verið hrint niður stigann, en lögregla vinnur að rannsókn málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×