Innlent

Breyta þarf viðhorfi þjóðarinnar til menntunar

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Ómar segir að það verði að taka niðurstöðurnar alvarlega og það megi velta því fyrir sér af hverju krakkar í öðrum löndum ættu að vera að taka prófinu alvarlegar en okkar börn.
Ómar segir að það verði að taka niðurstöðurnar alvarlega og það megi velta því fyrir sér af hverju krakkar í öðrum löndum ættu að vera að taka prófinu alvarlegar en okkar börn.
„Við höfum heyrt að krakkar séu ekki að leggja sig fram í þessum prófum,“ segir Ómar Örn Magnússon, aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla um umræðuna vegna niðurstöðu PISA prófsins sem kynnt var í fyrradag.

Hann nefndir að menntasvið Reykjavíkurborgar hafi farið í átak fyrir PISA prófið 2009 til þess að breyta viðhorfi krakkanna til prófsins. Niðurstaðan þá var að árangurinn mældist mun betri en áður.

Í prófinu sé mælt hvernig krakkarnir leggja sig fram og ekkert bendi til þess að íslensku krakkarnir taki þessu síður alvarlega en aðrir.

Auðvitað geti þetta verið einn af því sem hafi áhrif. „Ég veit ekki hverjar skýringarnar eru en ég tel að skýringarnar séu miklu frekar að finna viðhorfi þjóðarinnar til skóla og menntunnar. Því verður ekki breytt með einhverjum aðgerðum, það er verkefni okkar allra að breyta því viðhorfi,“ segir Ómar.


Tengdar fréttir

Svona eru PISA spurningarnar

Frammistaða íslenskra ungmenna í PISA rannsókninni sem gerð var vorið 2012 er mögum áhyggjuefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×