Lífið

Er Miley Cyrus Madonna sinnar kynslóðar?

Tegan and Sara og Miley Cyrus
Tegan and Sara og Miley Cyrus AFP/NORDICPHOTOS/SAMSETTMYND
Sara Quin, annar hluti tvíeykisins Tegan and Sara, hrósaði Miley Cyrus í viðtali við NME í vikunni þar sem hún kallaði poppstjörnuna ungu „Madonnu sinnar kynslóðar.“

Cyrus, sem gaf út aðra plötu sína á sólóferlinum, Bangerz, í október hefur verið umdeild á árinu.

Í ágúst tverkaði hún á VMA-verðlaunahátiðinni með Robin Thicke og lenti í útistöðum við söngkonuna Sinead O'Conor í kjölfarið, eftir að írska stjarnan varaði hana við að leyfa skemmtanaiðnaðnum ekki að notfæra sér hana.

Í viðtalinu lýsti Sara Quin yfir stuðningi við Miley Cyrus og heldur því fram að sjálfsöryggi Miley komi gagnrýnendum hennar í opna skjöldu. 

„Það að hún sé umdeild ætti ekki að hafa áhrif á feril hennar - hún er poppstjarna af guðs náð,“ sagði Sara.

„Hún er Madonna sinnar kynslóðar - ótrúlega hæfileikarík poppstjarna og kann að fara með líkama sinn og kynvitund, sem hræðir fólk. Og hún er alltaf að gera eitthvað nýtt. Bangerz er elektró, kántrí, rapp - platan er öll æðisleg.“

Það var nýlega sagt frá því að Miley Cyrus er efst á blaði fyrir manneskju ársins hjá Time Magazine, á undan uppljóstraranum Edward Snowden og páfanum, með 24% atkvæða.

Á meðan á því stóð var Miley að reykja jónu á sviði á tónlistarverðlaunum í Amsterdam og var gagnrýnd harðlega fyrir vikið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.