Lífið

Lana Del Rey frumsýndi Tropico

Lana Del Rey á frumsýningu Tropico í LA.
Lana Del Rey á frumsýningu Tropico í LA. AFP/NordicPhotos
Söngkonan Lana Del Rey hefur lítið sem ekkert viljað segja eða gefa út um hina leyndardómsfullu stuttmynd Tropico, sem hún leikur í ásamt Shaun Ross. 



Tropico var frumsýnd í ArcLight Cinemas Cinerama Dome í LA í fyrradag.

Tropico er metnaðarfullt tæplega þrjátíu mínútna tónlistarmyndband, sem jaðrar við að vera stuttmynd.

Myndin var skrifuð að söngkonunni sjálfri, og leikstýrt af Anthony Mandler, sem hefur meðal ananrs gert nokkur tónlistarmyndbanda Rihönnu, þar á meðal Diamonds og Unfaithful.


Snákar, rósir, byssur og Marilyn Monroe, stripparar, ofbeldi og geimurinn koma fyrir í myndinni, en hægt er að horfa á sýnishorn úr myndinni hér að neðan.

Myndin í heild sinni er ekki aðgengileg áhorfendum utan Bandaríkjanna. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.