"Hjartað sló hraðar og ég var ekki viss um hvað væri að gerast“ Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 7. desember 2013 16:59 mynd/GVA Fleiri hafa séð manninn, sem fjallað var um í bakþanka blaðamanns Vísis í gær, fróa sér í bifreið í Vesturbæ Reykjavíkur. Í grein sinni lýsti blaðamaður Vísis því þegar hún var á leið heim til sín seint um kvöld og gekk fram hjá bíl þar sem ungur maður sat: „Þú sast þarna inni, gónandi á mig og fróaðir þér af miklum móð. Þetta fór ekkert fram hjá mér; það var algjör óþarfi að reisa mjaðmirnar upp,“ segir í greininni. Tvær konur hafa haft samband og sagt frá sama manni og þarna er fjallað um. Fleiri hafa haft samband vegna annarra tilvika. Önnur kvennanna er rúmlega þrítug og hún var á leið niður Túngötu í Vesturbæ Reykjavíkur að hitta vinkonur sínar á kaffihúsi í miðbænum.Hjartað sló hraðar Þar sem hún var á gangi varð hún vör við að bíl var ekið hægt fyrir aftan hana og hann látinn renna fram hjá henni. Konan sá að ljósin inni í bifreiðinni voru kveikt og ímyndaði konan sér að hann væri að hægja á sér þar sem hann ætlaði úr bifreiðinni. Bifreiðinni var svo lagt á bílastæði um 20 metra fyrir framan konuna. „Þegar bílstjórinn fór ekki út út bílnum hugsaði ég með mér að hann væri að bíða eftir einhverjum en ég fékk samt óþægilega tilfinningu. Ég hélt ferð minni áfram og gjóaði augunum inn í bifreiðina þegar ég gekk fram hjá,“ segir konan. „Þá sá ég að hann var búinn að girða niðrum sig og var að sveifla typpinu til í hringi,“ segir hún. „Ég ákvað að ganga bara áfram. En þá keyrði hann aftur af stað og fram hjá mér. Hjartað sló hraðar og ég var ekki viss um hvað væri að gerast.“ Hún segir manninn svo hafa keyrt alveg upp að sér og enn var hann með girt niðrum sig og var að fróa sér. Hún var komin niður að húsunum þar sem sendiráð Kanada og Rússlands eru og hún ákvað að reyna að halda sér þar, vegna þess að þar eru myndavélar. „Ég þorði alls ekki að fara neðar í götuna.“ „Mér fannst ég öruggari í kringum myndavélarnar og ég leit aftur inn í bifreiðina og þetta var alveg eins og lýst er í greininni á Vísi, hann reisti sig upp í bílnum. Ég horfði bara mjög hissa á hann. Hann kallaði samt ekkert í mig og allar rúður bifreiðarinnar voru lokaðar,“ segir hún.Var hrædd á ferð sinni áfram niður í bæ Þá kom leigubíll keyrandi niður Garðastrætið og konan hljóp út á götuna til að reyna að ná í hann. Þá dreif maðurinn sig í burtu. „Ég var á fullu að hugsa þarna og ég held ég hafi jafnvel verið hætt að heyra en ég fattaði samt að taka niður bílnúmerið.“ Hún lýsir því svo að hún hafi haldið ferð sinni niður í bæ áfram en hún þorði ekki að fara yfir Austurvöllinn og hélt sig við Alþingishúsið og Hótel Borg þar sem henni fannst hún öruggari. Hún hitti svo vinkonur sínar og þær hvöttu hana til að hafa samband við Neyðarlínuna.Gott að ræða við starfsmenn Neyðarlínunnar Hún segir að það hafi verið mjög gott að ræða við Neyðarlínuna og hún hvetur fólk til þess að gera það efþað lendir í svona. „Þeir spurðu alls konar spurninga sem ég hefði annars ekkert endilega velt fyrir mér, til dæmis um hvort hann hefði reynt að tala við mig. Ég var líka fegin að hafa hringt, ég varð rólegri en það hefði verið hræðilegt ef ég hefði lesið um það daginn eftir að ráðist hefði verið á einhverja konu í Vesturbænum og ég hefði ekki látið vita af þessum manni.“ „En eins og segir í greininni, þó þetta hann haldi kannski að þetta sé saklaust og þetta geti litið út fyrir að vera það, þá veit maður aldrei,“ segir hún. Hún frétti það svo að lögreglan hefði þegar hafið leit að manninum en hann hafi ekki fundist í þetta skiptið.Vonandi að hann fái hjálp „Eftir á fór ég að hugsa margt, ég var til dæmis nýbúin að ganga fram hjá tveimur 10 eða 11 ára strákum og ég er fegin að það var ég sem varð vitni að þessu en ekki þeir. Í fyrstu hélt ég líka að hann hefði jafnvel haldið að ég væri yngri en ég er, þar sem ég var klædd í bleika síða úlpu og appelsínugul gúmmístígvél. Hann hefði alveg getað haldið að ég væri unglingur á miðað við fatnaðinn,“ segir konan. Hún veit hver maðurinn er í dag enda fletti hún bílnúmerinu upp og hún segir hann vera eitthvað yngri en hún sjálf er. „Eftir á hugsaði ég líka, ég hefði kannski átt að taka mynd, en slíkt hvarflaði ekki að mér þá og ég er fegin að hafa ekki gert það, ég get ekkert vitað hvernig hann hefði brugðist við slíku.“ „Þessi maður þarf á hjálp að halda, ég vona að hann finnist og fái aðstoð. Ef hann er að lesa þetta sjálfur þá vil ég bara segja við hann: leitaðu þér hjálpar, þetta er ekki eðlileg hegðun,“ segir konan. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Fleiri hafa séð manninn, sem fjallað var um í bakþanka blaðamanns Vísis í gær, fróa sér í bifreið í Vesturbæ Reykjavíkur. Í grein sinni lýsti blaðamaður Vísis því þegar hún var á leið heim til sín seint um kvöld og gekk fram hjá bíl þar sem ungur maður sat: „Þú sast þarna inni, gónandi á mig og fróaðir þér af miklum móð. Þetta fór ekkert fram hjá mér; það var algjör óþarfi að reisa mjaðmirnar upp,“ segir í greininni. Tvær konur hafa haft samband og sagt frá sama manni og þarna er fjallað um. Fleiri hafa haft samband vegna annarra tilvika. Önnur kvennanna er rúmlega þrítug og hún var á leið niður Túngötu í Vesturbæ Reykjavíkur að hitta vinkonur sínar á kaffihúsi í miðbænum.Hjartað sló hraðar Þar sem hún var á gangi varð hún vör við að bíl var ekið hægt fyrir aftan hana og hann látinn renna fram hjá henni. Konan sá að ljósin inni í bifreiðinni voru kveikt og ímyndaði konan sér að hann væri að hægja á sér þar sem hann ætlaði úr bifreiðinni. Bifreiðinni var svo lagt á bílastæði um 20 metra fyrir framan konuna. „Þegar bílstjórinn fór ekki út út bílnum hugsaði ég með mér að hann væri að bíða eftir einhverjum en ég fékk samt óþægilega tilfinningu. Ég hélt ferð minni áfram og gjóaði augunum inn í bifreiðina þegar ég gekk fram hjá,“ segir konan. „Þá sá ég að hann var búinn að girða niðrum sig og var að sveifla typpinu til í hringi,“ segir hún. „Ég ákvað að ganga bara áfram. En þá keyrði hann aftur af stað og fram hjá mér. Hjartað sló hraðar og ég var ekki viss um hvað væri að gerast.“ Hún segir manninn svo hafa keyrt alveg upp að sér og enn var hann með girt niðrum sig og var að fróa sér. Hún var komin niður að húsunum þar sem sendiráð Kanada og Rússlands eru og hún ákvað að reyna að halda sér þar, vegna þess að þar eru myndavélar. „Ég þorði alls ekki að fara neðar í götuna.“ „Mér fannst ég öruggari í kringum myndavélarnar og ég leit aftur inn í bifreiðina og þetta var alveg eins og lýst er í greininni á Vísi, hann reisti sig upp í bílnum. Ég horfði bara mjög hissa á hann. Hann kallaði samt ekkert í mig og allar rúður bifreiðarinnar voru lokaðar,“ segir hún.Var hrædd á ferð sinni áfram niður í bæ Þá kom leigubíll keyrandi niður Garðastrætið og konan hljóp út á götuna til að reyna að ná í hann. Þá dreif maðurinn sig í burtu. „Ég var á fullu að hugsa þarna og ég held ég hafi jafnvel verið hætt að heyra en ég fattaði samt að taka niður bílnúmerið.“ Hún lýsir því svo að hún hafi haldið ferð sinni niður í bæ áfram en hún þorði ekki að fara yfir Austurvöllinn og hélt sig við Alþingishúsið og Hótel Borg þar sem henni fannst hún öruggari. Hún hitti svo vinkonur sínar og þær hvöttu hana til að hafa samband við Neyðarlínuna.Gott að ræða við starfsmenn Neyðarlínunnar Hún segir að það hafi verið mjög gott að ræða við Neyðarlínuna og hún hvetur fólk til þess að gera það efþað lendir í svona. „Þeir spurðu alls konar spurninga sem ég hefði annars ekkert endilega velt fyrir mér, til dæmis um hvort hann hefði reynt að tala við mig. Ég var líka fegin að hafa hringt, ég varð rólegri en það hefði verið hræðilegt ef ég hefði lesið um það daginn eftir að ráðist hefði verið á einhverja konu í Vesturbænum og ég hefði ekki látið vita af þessum manni.“ „En eins og segir í greininni, þó þetta hann haldi kannski að þetta sé saklaust og þetta geti litið út fyrir að vera það, þá veit maður aldrei,“ segir hún. Hún frétti það svo að lögreglan hefði þegar hafið leit að manninum en hann hafi ekki fundist í þetta skiptið.Vonandi að hann fái hjálp „Eftir á fór ég að hugsa margt, ég var til dæmis nýbúin að ganga fram hjá tveimur 10 eða 11 ára strákum og ég er fegin að það var ég sem varð vitni að þessu en ekki þeir. Í fyrstu hélt ég líka að hann hefði jafnvel haldið að ég væri yngri en ég er, þar sem ég var klædd í bleika síða úlpu og appelsínugul gúmmístígvél. Hann hefði alveg getað haldið að ég væri unglingur á miðað við fatnaðinn,“ segir konan. Hún veit hver maðurinn er í dag enda fletti hún bílnúmerinu upp og hún segir hann vera eitthvað yngri en hún sjálf er. „Eftir á hugsaði ég líka, ég hefði kannski átt að taka mynd, en slíkt hvarflaði ekki að mér þá og ég er fegin að hafa ekki gert það, ég get ekkert vitað hvernig hann hefði brugðist við slíku.“ „Þessi maður þarf á hjálp að halda, ég vona að hann finnist og fái aðstoð. Ef hann er að lesa þetta sjálfur þá vil ég bara segja við hann: leitaðu þér hjálpar, þetta er ekki eðlileg hegðun,“ segir konan.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira