Lífið

Rebecca Black fylgir laginu Friday eftir með laginu Saturday

UE skrifar
Rebecca Black fékk líflátshótanir eftir að hún gaf út lagið Friday.
Rebecca Black fékk líflátshótanir eftir að hún gaf út lagið Friday.
Rebecca Black gaf út nýtt lag sem heitir Saturday síðasta laugardag. Í laginu hendir hún gaman að laginu Friday sem hún gaf út fyrir rúmum tveimur árum.

Rebecca varð alræmd og úthrópuð á netinu fyrir fyrra lagið og myndbandið vegna þess að mörgum þótti það barnalegt og kjánalegt. Rebecca var þrettán ára þegar Friday kom út, en er núna sextán ára. 

Þegar Friday kom út var hlustað á það vel á annað hundrað milljón sinnum á Youtube áður en það var tekið út af netinu tímabundið vegna líflátshótana sem Rebecca fékk frá reiðum hlustendum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.