Lífið

Lét sprauta í varirnar

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Söngkonan Britney Spears hefur oft blásið á þær sögusagnir að hún hafi látið lappa upp á líkama sinn með aðstoð lýtalækna. Í nýjasta hefti tímaritsins InStyle er hins vegar annað hljóð í poppprinsessunni.

"Ég hef látið sprauta í varirnar mínar," segir Britney í viðtali við blaðið og bætir við að hún hafi oft nýtt sér þjónustu lýtalækna.

"Ég fer oft til lýtalæknis sem gerir ýmislegt skemmtilegt við mig," segir söngkonan án þess að fara nánar út í hvað felst í því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.