Enski boltinn

Pellegrini hefur enn trú á Joe Hart

Hart á bekknum.
Hart á bekknum.
Sjálfstraust Joe Hart hefur vafalítið batnað umtalsvert eftir veruna með enska landsliðinu og frammistöðuna gegn Þjóðverjum.

Hann byrjaði tímabilið illa með Man. City og hefur setið á bekknum síðustu vikur. Hann hefur þó enn traust stjórans, Manuel Pellegrini.

"Mér fannst að hann þyrfti á hvíld að halda en það þýddi ekki að ég væri búinn að missa trú á honum. Joe er okkur enn mjög mikilvægur," sagði Pellegrini.

"Það er mikilvægt að vera með 22 leikmenn í hóp en ekki bara 11. Ég greini hvað þeir gera í hverri viku og tala við mína drengi. Ég er handviss um að Joe á eftir að ná sínu besta fram aftur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×