Innflutt kjúklingakjöt selt á veitingahús Hrund Þórsdóttir skrifar 22. nóvember 2013 20:00 Umræða hefur skapast um að kjúklingaframleiðendur flytji inn frosið kjúklingakjöt og selji sem íslenska vöru. Forsvarsmenn hafa neitað því en þó er erlent kjöt notað í unnar matvörur og selt án þess að tilgreint sé á umbúðum að um innflutt kjöt sé að ræða. Þetta staðfestir Ragnar Hjörleifsson, sölu- og markaðsstjóri Reykjagarðs. „Það sem er unnið höfum við ekki merkt með upprunalandi,“ segir Ragnar. Hann tekur fram að á öllum þeirra vörum sé rekjanleikanúmer sem segi til um uppruna. Þá var nú í kjölfar umræðunnar bætt við merkingum á ferskar vörur sem sýna að þær séu íslenskar. Reykjagarður flytur inn 150 til 200 tonn af alifuglakjöti árlega og er stærsti hlutinn kjúklingur. Innflutta kjötið er notað í unnar matvörur. „Þar fyrir utan erum við að selja beint til neytenda, þá er ég að tala um mötuneyti og veitingahús,“ segir Ragnar. Þannig að fólk sem fer á veitingahús, getur átt von á að fá erlent kjúklingakjöt? „Við getum ekki svarað fyrir það, en við erum ekki einir að flytja inn kjúkling,“ segir Ragnar. Aðspurður segir hann ekki verðmun á vörum með innlendu og erlendu kjöti. Þannig að neytandinn hefur í raun og veru ekki notið góðs af því að þið séuð að flytja inn erlent kjöt? „Nei, erlent kjúklingakjöt er með háum tolli svo verðmunurinn er í sjálfu sér ekki svo mikill.“ Yfirburðagæði íslensks kjúklingakjöts hafa verið meðal helstu röksemda fyrir því að viðhalda innflutningshömlum og háum tollum. Af hverju flytjið þið þá inn erlent kjúklingakjöt? „Það er fyrst og fremst af því við höfum ekki átt allar tegundir alltaf, af því sem við höfum þurft að bjóða upp á,“ segir Ragnar að lokum. Fréttamaður fór í verslun og skoðaði umbúðir á unnum vörum sem innihalda kjúklingakjöt, meðal annars nagga og kjúklingastrimla. Pakkningarnar skarta íslensku fánalitunum, en á þeim kemur hins vegar ekkert fram um það hvort um íslenskt eða innflutt kjöt er að ræða. Við spurðum neytendur hvort þetta skipti þá máli og eins og sjá má í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt voru þeir á einu máli. Þeir vilja vita hvaðan maturinn kemur. Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Umræða hefur skapast um að kjúklingaframleiðendur flytji inn frosið kjúklingakjöt og selji sem íslenska vöru. Forsvarsmenn hafa neitað því en þó er erlent kjöt notað í unnar matvörur og selt án þess að tilgreint sé á umbúðum að um innflutt kjöt sé að ræða. Þetta staðfestir Ragnar Hjörleifsson, sölu- og markaðsstjóri Reykjagarðs. „Það sem er unnið höfum við ekki merkt með upprunalandi,“ segir Ragnar. Hann tekur fram að á öllum þeirra vörum sé rekjanleikanúmer sem segi til um uppruna. Þá var nú í kjölfar umræðunnar bætt við merkingum á ferskar vörur sem sýna að þær séu íslenskar. Reykjagarður flytur inn 150 til 200 tonn af alifuglakjöti árlega og er stærsti hlutinn kjúklingur. Innflutta kjötið er notað í unnar matvörur. „Þar fyrir utan erum við að selja beint til neytenda, þá er ég að tala um mötuneyti og veitingahús,“ segir Ragnar. Þannig að fólk sem fer á veitingahús, getur átt von á að fá erlent kjúklingakjöt? „Við getum ekki svarað fyrir það, en við erum ekki einir að flytja inn kjúkling,“ segir Ragnar. Aðspurður segir hann ekki verðmun á vörum með innlendu og erlendu kjöti. Þannig að neytandinn hefur í raun og veru ekki notið góðs af því að þið séuð að flytja inn erlent kjöt? „Nei, erlent kjúklingakjöt er með háum tolli svo verðmunurinn er í sjálfu sér ekki svo mikill.“ Yfirburðagæði íslensks kjúklingakjöts hafa verið meðal helstu röksemda fyrir því að viðhalda innflutningshömlum og háum tollum. Af hverju flytjið þið þá inn erlent kjúklingakjöt? „Það er fyrst og fremst af því við höfum ekki átt allar tegundir alltaf, af því sem við höfum þurft að bjóða upp á,“ segir Ragnar að lokum. Fréttamaður fór í verslun og skoðaði umbúðir á unnum vörum sem innihalda kjúklingakjöt, meðal annars nagga og kjúklingastrimla. Pakkningarnar skarta íslensku fánalitunum, en á þeim kemur hins vegar ekkert fram um það hvort um íslenskt eða innflutt kjöt er að ræða. Við spurðum neytendur hvort þetta skipti þá máli og eins og sjá má í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt voru þeir á einu máli. Þeir vilja vita hvaðan maturinn kemur.
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira