„Framsóknarmenn stálu Kennedy“ Hjörtur Hjartarson skrifar 22. nóvember 2013 19:05 Flestir, ef ekki allir, sem aldur hafa til, muna hvar þeir voru þegar fregnirnar af morðinu á Kennedy bárust til Íslands. Tveir bræður sem í áratugi hafa flutt Íslendingum fréttir, muna vel eftir atburðinum fyrir hálfri öld. Greint var frá tilræðinu í Ríkisútvarpinu rétt um klukkustund eftir að það átti sér stað. Öll dagblöð landsins voru síðan með fréttir af morðinu á forsíðu sinni daginn eftir. „Ég man þetta mjög vel, mjög skýrt meira að segja. Ég hafði verið að tala í símann á ganginum á Ártúni 2, á Selfossi þar sem ég átti heima, þegar ég heyri innan úr eldhúsinu einhvern segja, það er búið að myrða Kennedy! Ég hafði nú hrifist af Kennedy. Ungur maður með fallega fjölskyldu og allt það. Maður vildi bara ekki trúa því að það væri búið að myrða þennan mann,“ segir Gissur Sigurðsson, fréttamaður á Bylgjunni. Ólafur Sigurðsson, bróðir Gissurar, vann í áraraðir sem fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu. Hann man líka vel stundina fyrir hálfri öld. „Það hringdi til mín maður sem hafði verið að hlusta á Kanaútvarpið og sagði mér af þessu. Mér brá við. Ég hafði nokkurn tíma áður átt heima í Bandaríkjunum í tvö til þrjú ár. Ég átti þar vini og ættfólk. Það fyrsta sem mér datt í hug var að í gangi væri einhverskonar stjórnarbylting. Ólafur man líka vel eftir því þegar Kennedy náði kjöri, 1960. Um hann var sveipaður dýrðarljómi, svipað og Obama, 2008. Hann var maður unga fólksins, maður friðar, maður sátta og svo framvegis. Hvort það hefði nú farið fyrir honum eins og Obama þar sem það hefur fallið svolítið á þessa ímynd, það veit maður ekki með vissu,“ segir Ólafur. Í huga Gissurar var Kennedy þó alltaf Framsóknarmaður og helgast það af því að Tíminn, málgagn flokksins á þeim tíma, birti flennistóra litmynd af nýkjörnum forseta, í nóvember 1960 og eignaði sér þar með Kennedy. „Framsóknarmenn stálu Kennedy á einu bretti strax í byrjun. Og Mogginn og Sjálfstæðismenn náðu honum aldrei alveg aftur. Þetta var alveg ótrúlegt. En mér fannst þetta flott hjá þeim, góður húmor,“ segir Gissur. Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Flestir, ef ekki allir, sem aldur hafa til, muna hvar þeir voru þegar fregnirnar af morðinu á Kennedy bárust til Íslands. Tveir bræður sem í áratugi hafa flutt Íslendingum fréttir, muna vel eftir atburðinum fyrir hálfri öld. Greint var frá tilræðinu í Ríkisútvarpinu rétt um klukkustund eftir að það átti sér stað. Öll dagblöð landsins voru síðan með fréttir af morðinu á forsíðu sinni daginn eftir. „Ég man þetta mjög vel, mjög skýrt meira að segja. Ég hafði verið að tala í símann á ganginum á Ártúni 2, á Selfossi þar sem ég átti heima, þegar ég heyri innan úr eldhúsinu einhvern segja, það er búið að myrða Kennedy! Ég hafði nú hrifist af Kennedy. Ungur maður með fallega fjölskyldu og allt það. Maður vildi bara ekki trúa því að það væri búið að myrða þennan mann,“ segir Gissur Sigurðsson, fréttamaður á Bylgjunni. Ólafur Sigurðsson, bróðir Gissurar, vann í áraraðir sem fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu. Hann man líka vel stundina fyrir hálfri öld. „Það hringdi til mín maður sem hafði verið að hlusta á Kanaútvarpið og sagði mér af þessu. Mér brá við. Ég hafði nokkurn tíma áður átt heima í Bandaríkjunum í tvö til þrjú ár. Ég átti þar vini og ættfólk. Það fyrsta sem mér datt í hug var að í gangi væri einhverskonar stjórnarbylting. Ólafur man líka vel eftir því þegar Kennedy náði kjöri, 1960. Um hann var sveipaður dýrðarljómi, svipað og Obama, 2008. Hann var maður unga fólksins, maður friðar, maður sátta og svo framvegis. Hvort það hefði nú farið fyrir honum eins og Obama þar sem það hefur fallið svolítið á þessa ímynd, það veit maður ekki með vissu,“ segir Ólafur. Í huga Gissurar var Kennedy þó alltaf Framsóknarmaður og helgast það af því að Tíminn, málgagn flokksins á þeim tíma, birti flennistóra litmynd af nýkjörnum forseta, í nóvember 1960 og eignaði sér þar með Kennedy. „Framsóknarmenn stálu Kennedy á einu bretti strax í byrjun. Og Mogginn og Sjálfstæðismenn náðu honum aldrei alveg aftur. Þetta var alveg ótrúlegt. En mér fannst þetta flott hjá þeim, góður húmor,“ segir Gissur.
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira