Berst fyrir málefnum ógæfumanna: "Þeir brjóta á venjulegum borgurum til þess að ná í læknadóp" Hrund Þórsdóttir skrifar 24. nóvember 2013 18:49 Bróðir Ingu Birnu Dungal er 26 ára gamall og líf hans hefur svo sannarlega ekki verið dans á rósum. Hann er á götunni og Inga vill bættar aðstæður fyrir þá verst settu í samfélaginu. „Þetta eru ekki góðu saklausu rónarnir sem gera ekki flugu mein, heldur glæpamennirnir sem þú ert að lesa um í blöðunum og þeir eru hættulegir, en það er bara ein ástæða fyrir því að þeir eru hættulegir og það er fíknin,“ segir Inga. Hún segir samfélagið þurfa að vera tilbúið að hjálpa fíklum þegar þeir séu tilbúnir að þiggja hana. Þeir vilji ekki vera á götunni en þegar þeir reyni að standa í fæturna séu engin úrræði í boði, til dæmis varðandi húsnæði og atvinnu. „Eins og þegar bróðir minn hefur komið út úr fangelsi edrú; gengur vel, lítur vel út og allt gengur honum í haginn, þá kemur hann alls staðar að lokuðum dyrum. Það heldur enginn utan um hans mál eða þessara stráka. Þetta er viss hópur, svona 60 til 70 strákar sem eru að fylla fangelsin núna.“ Inga segir mennina ýmist á götunni, í meðferðum eða í fangelsi, þar sem þeir forherðist og þeir fái enga aðstoð þegar þeir komi aftur út í samfélagið. Hún segir þá flesta hafa fengið greiningar og lyf í barnæsku, til dæmis rítalín, og þar liggi grunnurinn að neyslu þeirra. Glæpir þessara manna snúist um fíknina og að kannski ætti ríkið að útvega þeim efni til neyslu til að draga úr glæpum þeirra. „Þeir brjóta á venjulegum borgurum með að stela af þeim eignum og annað, til þess að ná í læknadóp.“ Hún segir lausnir til en viljann skorta. „Þeir verða bara að fá dópið sitt og þegar þeir vilja verða edrú og eru búnir að fá nóg þá þarf að vera til staðar teymi sem er tilbúið að taka á móti þeim og hjálpa þeim. Það er hægt, þeir vilja breytast,“ segir Inga að lokum. Við ræddum við bróður Ingu Birnu í dag. Saga hans er þyrnum stráð og reyndi hann að taka líf sitt 15 ára gamall. Í dag er hann á götunni og hann segir útigangsfólk alls staðar koma að lokuðum dyrum. Hann vill ekki koma fram undir nafni. Hvernig er venjulegur dagur í þínu lífi, hvað gerirðu? „Ég geri ekki neitt nema nota fíkniefni,“ segir hann. Spurður um hvernig hann fái peninga segist hann síðast hafa setið inni fyrir grun um röð afbrota, meðal annars bílaþjófnaði og innbrot. Þegar þessi ungi maður var aðeins sjö ára gamall var faðir hans myrtur. Af hverju heldurðu að þú sért í þessari erfiðu stöðu í dag? „ Ég var að verða sjö ára þegar það komu allt í einu lögreglumaður og prestur heim til mín og sögðu: Pabbi þinn er dáinn og hann er dáinn af völdum fíknefna. Þá varð ég rosalega forvitinn og hugsaði: Hvað eru fíkniefni? Ég hugsaði bara: Þetta verð ég að smakka, ég verð að fá að vita hvað pabbi minn gerði. Því ég saknaði pabba míns.“ Hann segir að húsaskjól verði að vera til staðar en Litla Hraun sé í raun eini öruggi staðurinn. Síðast þegar hann fór þangað upplifði hann létti. „Þegar það var verið að keyra mig upp eftir fékk ég svona tilfinningu: Ohh nei, en svo þegar ég var kominn hálfa leið hugsaði ég: Loksins maður, nú er ég kominn í hvíld. Nú er ég kominn í örugga bómull, nú er ég kominn í.“ Hann segir kerfið þurfa að vera í stakk búið til að taka við mönnum sem snúi út í samfélagið að loknum afbrotum. O g ef það væri í boði, heldur þú að þú hefðir kraftinn til að snúa lífi þínu við? „Ég mun snúa lífi mínu við.“Hér má sjá myndband af viðtalinu við bróður Ingu Birnu. Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Bróðir Ingu Birnu Dungal er 26 ára gamall og líf hans hefur svo sannarlega ekki verið dans á rósum. Hann er á götunni og Inga vill bættar aðstæður fyrir þá verst settu í samfélaginu. „Þetta eru ekki góðu saklausu rónarnir sem gera ekki flugu mein, heldur glæpamennirnir sem þú ert að lesa um í blöðunum og þeir eru hættulegir, en það er bara ein ástæða fyrir því að þeir eru hættulegir og það er fíknin,“ segir Inga. Hún segir samfélagið þurfa að vera tilbúið að hjálpa fíklum þegar þeir séu tilbúnir að þiggja hana. Þeir vilji ekki vera á götunni en þegar þeir reyni að standa í fæturna séu engin úrræði í boði, til dæmis varðandi húsnæði og atvinnu. „Eins og þegar bróðir minn hefur komið út úr fangelsi edrú; gengur vel, lítur vel út og allt gengur honum í haginn, þá kemur hann alls staðar að lokuðum dyrum. Það heldur enginn utan um hans mál eða þessara stráka. Þetta er viss hópur, svona 60 til 70 strákar sem eru að fylla fangelsin núna.“ Inga segir mennina ýmist á götunni, í meðferðum eða í fangelsi, þar sem þeir forherðist og þeir fái enga aðstoð þegar þeir komi aftur út í samfélagið. Hún segir þá flesta hafa fengið greiningar og lyf í barnæsku, til dæmis rítalín, og þar liggi grunnurinn að neyslu þeirra. Glæpir þessara manna snúist um fíknina og að kannski ætti ríkið að útvega þeim efni til neyslu til að draga úr glæpum þeirra. „Þeir brjóta á venjulegum borgurum með að stela af þeim eignum og annað, til þess að ná í læknadóp.“ Hún segir lausnir til en viljann skorta. „Þeir verða bara að fá dópið sitt og þegar þeir vilja verða edrú og eru búnir að fá nóg þá þarf að vera til staðar teymi sem er tilbúið að taka á móti þeim og hjálpa þeim. Það er hægt, þeir vilja breytast,“ segir Inga að lokum. Við ræddum við bróður Ingu Birnu í dag. Saga hans er þyrnum stráð og reyndi hann að taka líf sitt 15 ára gamall. Í dag er hann á götunni og hann segir útigangsfólk alls staðar koma að lokuðum dyrum. Hann vill ekki koma fram undir nafni. Hvernig er venjulegur dagur í þínu lífi, hvað gerirðu? „Ég geri ekki neitt nema nota fíkniefni,“ segir hann. Spurður um hvernig hann fái peninga segist hann síðast hafa setið inni fyrir grun um röð afbrota, meðal annars bílaþjófnaði og innbrot. Þegar þessi ungi maður var aðeins sjö ára gamall var faðir hans myrtur. Af hverju heldurðu að þú sért í þessari erfiðu stöðu í dag? „ Ég var að verða sjö ára þegar það komu allt í einu lögreglumaður og prestur heim til mín og sögðu: Pabbi þinn er dáinn og hann er dáinn af völdum fíknefna. Þá varð ég rosalega forvitinn og hugsaði: Hvað eru fíkniefni? Ég hugsaði bara: Þetta verð ég að smakka, ég verð að fá að vita hvað pabbi minn gerði. Því ég saknaði pabba míns.“ Hann segir að húsaskjól verði að vera til staðar en Litla Hraun sé í raun eini öruggi staðurinn. Síðast þegar hann fór þangað upplifði hann létti. „Þegar það var verið að keyra mig upp eftir fékk ég svona tilfinningu: Ohh nei, en svo þegar ég var kominn hálfa leið hugsaði ég: Loksins maður, nú er ég kominn í hvíld. Nú er ég kominn í örugga bómull, nú er ég kominn í.“ Hann segir kerfið þurfa að vera í stakk búið til að taka við mönnum sem snúi út í samfélagið að loknum afbrotum. O g ef það væri í boði, heldur þú að þú hefðir kraftinn til að snúa lífi þínu við? „Ég mun snúa lífi mínu við.“Hér má sjá myndband af viðtalinu við bróður Ingu Birnu.
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira