Innlent

Björgunarsveitarmenn á Suðurnesjum hvetja fólk til að halda sig inni

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mynd/Vilhelm Gunnarsson
Björgunarsveitir á Suðurnesjum hafa verið að störfum frá því klukkan 14 í dag. Arnar Steinn Elísson björgunarsveitarmaður segir að alls hafi útköllin verði um 30 það sem af er degi.

Arnar segir að þau séu með hópa í Reykjanesbæ og Grindavík. Hann segir að útköllin snúist um allt frá spítnabraki sem fjúki um og upp í auglýsingaskilti og klæðningar.

Einnig er fólk sem er á ferðinni að fjúka. Hann minnir fólk á að vera ekki á ferðinni að óþörfu og hvetur fólk til að vera frekar heima á þessum sunnudegi. „Ef fólk á í bakstur, þá mæli ég með því að fólk búi til eitthvað gott, til dæmis kanilsnúða.“

Hann segir að flug frá landinu sé enn á áætlun en á Reykjanbesbrautinni fari vindkviður upp í 40 metra á mínútu og í raun sé ekkert ferðaveður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×