Innlent

Eldur um borð í Goðafossi

Gissur Sigurðsson skrifar
Eldur kom upp í flutningaskipinu Goðafossi í nótt. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að eldur hefði komið upp í skorsteinshúsi skipsins og hefur verið unnið að slökkvistörfum um borð og telja menn sig hafa náð tökum á eldinum. Skipið var staðsett um 70 sjómílur V – af Færeyjum á leið til Íslands þegar eldurinn kom upp en þrettán manns eru í áhöfn skipsins auk þriggja farþega.

Skipið óskaði eftir aðstoð klukkan fimm í morgun og kallaði Landhelgisgæslan þá samstundis út þyrlur Landhelgisgæslunnar, flugvél og varðskip. Báðar þyrlurnar og flugvél Landhelgisgæslunnar fóru í loftið skömmu síðar. Varðskipið Þór er að leggja af stað áleiðis á vettvang. Þá segir ennfremur að flutningaskipið Arnarfell sé staðsett austur af Goðafossi og verður á staðnum um klukkan kortér fyrir níu. Slæmt veður er á svæðinu.

Um klukkan sex barst síðan tilkynning frá skipinu um að þeir telja sig hafa náð tökum á eldinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×